Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 70
70
þá dul að heita Pjetur. Leó 13. hjet Jóakira Pecci.
Hanu er fæddur 2. marz 1810 í hinu forna Latium
skaramt frá Róm. Hinn mesti páfl miðaldanna,
Innocentius 3, var ættaður frá sömu stöðvum. Hjá
Leó 13. eru öll einkenni hinna fornu Rómverja,
stjórnvizkan, þrautseigjan og þolið, tilfinningarlaus en
viturleg harka. Páfastjórnin stendur á gömlum merg.
Stjórnvizkan er þar komin inn i blóðið, heiminum
hefir að svo miklu leyti verið stjórnað frá Róma-
borg á þriðja þúsund ár.
Foreldrar Leós voru heldur efnaðir, litðu þeir
óbrotnu bændalífi, heimilið mjög guðrækið. Hann
kom 7 ára gamall i barnaskóla undir stjórn Jesúita
og 20 ár var hann i þeirra skólum lægri sem æðri
og varð bæði doktor í guðfræði og í lögum, hann
er eins og Innocentius 3. ekki síður lögfræðingur en
guðfræðingur. Hann er snjall og mælskur í ræðum
og ritum og yrkir töluvert á latnesku máli, og læt-
ur það einkar vel. Lærisveinar Jesúíta eru slitnir
úr öllum fjelagsböndum ættrækni og þjóðernis, al-
gjör hlýðni við hina einu sáluhjálplegu katólsku
kirkju er markmið uppeldisins. Eins og nú stend-
ur á mætti og páfinn í Róin sízt vera þjóðrækinn
maður með ítölsku hjarta. í uppvexti Plusar 9.
máttu Jesúítar sin minna, enda var töluverð þjóð-
ræknistilfinning hjá honum og því tór sem fór í
byrjun páfadóms hans. Það er sögukorn til um það
Antonelli kardínáli, sem inestu rjeð hjá Píusi, var
eitt sinn að lesa fyrir hann alþýðlegt sögurit um
frelsisstríð ítala, þar sem mikið var látið af fram-
göngu og hreystiverkum Viktors Emanúeis. Píus
gamli varð svo hrifinn að hann kallaði upp: »Vitt-
orio, figiio mio!« (Viktor, son minn!). Antonelli varð
svo forviða að hann lagði frá sjer bókina og gaf