Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 71
71
páfa í skyn að þetta lofsorð væri harla ómaklegt
um slíkan mann, en Píusi varð þá að orði: »Per
Bacco, sono Italiano« (Jeg er þó, svei mjer, ítalsk-
ur). Þetta hefði Leó páfi aldrei getað sagt.
Jóakira Pecci var svo prestvígður 1837, hafði
hann tyrst á hendi ýms veraldleg landsstjórnarem-
bætti f páfarfkinu, þar sem mikið reyndi á stjórn-
vizku hans og dugnað, var hann mjög strangur en
þó rjettlátur, refsingasamur en ekki grimmur, eyddi
hann þar skjótt stigamönnum og friðaði landið. Ar-
ið 1843 kaus páfinn, sem þá var Gregor hinn 16.,
hann fyrir sendiherra sinn, eða nuntius, í Belgíu,
var hann þá sæmdur erkibiskupstitli, þótt ekki
fylgdi embættisstarfið með, þar sem eigi mun hafa
þótt hlýða að ótiginn prestur væri í svo veglegu
embætti. í Brussel varð Pecci mjög svo handgeng-
inn hinum stjórnvitra konungi Leopold 1. og hefir
eflaust margt af honum lært. Vegna venzla Leo-
polds við Viktoriu drottningu fjekk Pecci og nokk-
ur kynni af henni og Englandi og ann hann Eng-
landi helzt af prótestantiskum löndum, og hefir það
komið fram f hirðisbrjefum hans hin siðustu árin,
þar sem hamj hefir boðið Englandi apturhvarf og
upptöku i hina gömlu móðurkirkju, sem auðvitað
hefír engan árangur borið, enda var einingin sem
upp á var boðið frá prótestantisku sjónarmiði ekki
önnur en sú eining, sem verður milli úlfsins og
lambsins, þegar úlfurinn hefir gleypt lambið. Leo-
pold konungur var enginn trúmaður og yfirleitt var
trúarlif prócestanda á Belgíu og Hollandi mjög dauft
um þær mundir, og þar sem Leó páfi hefir eigi haft
önnur veruleg kynni á eigin raun at prótestantisku
trúarlífi, styrktist hann f þeirri skoðun sinni, sem
ávallt kemur fram, að prótestantar sjeu i raun og