Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 72
72
veru trúleysingjar, siðbótin er frá sannkatólsku sjón-
arraiði ekki annað en guðlaus uppreist gegn heil-
agri kirkju, hún er engin reforraatíón, heldur bara
revólútfón.
Árið 1846 er Pecci skipaður biskup í Perugia í
útnorðurhluta páfarikisins. Leópold konungur skrif-
aði Gregor páfa rajög svo lofsamlegt meðmælingar-
brjef með Pecci, en þegar brjefið kom fram var
Gregor dauður, en Píus setztur að stóli, gengu þeir
að kalla jafnsneraraa að embættum sinum Píus og
Pecci. I Úmbriu situr Pecci i full 30 ár, efldi hann
þar rajög skólalærdóm ungra menntamanna, kom á
ýrasum líknarfyrirtækjum og var mjög virtur og
elskaður i biskupsdæmi sinu. Úmbría gekk undir
ítölsku krúnuna 1860, varð þá vandlifað fyrir bisk-
upinn, en frábærlega tókst honum að halda sátt við
hina nýju stjórn. Vegna stjórnvizku sinnar og lær-
dóms var farið að telja hann páfaefni, en stjórnar-
ráð páfa og Píus sjálfur hafði ekki gott auga til
hans, og kom hann því sem sjuldnast til Rómaborg-
ar. Þangað kernur hann fyrst til búsetu eptir að
óvinur hans Antonelli var dauður, þá gjörði Píus hann
árið 1876 að camerlengo eða fjármálaráðgjafa, en því
embætti fylgir sá vandi að taka í bili við embætti hins
fráfallna páfa og annast páfakosningu. Mælt var að
Pius hefði komið þeim vanda á Pecci til þess að
hann yrði ekki eptirmaður sinn, því þess munu ör-
fá dærni að sá ráðsmaður nái kosningu; hann fær
svo marga upp á móti sjer, og páfatignin er harla
öfundsöm staða.
Páfakosningin gekk þó allgreirt eptir dauða .
Píusar. Mestur skörungur í flokki kardínálanna var
Manning enski, sem fyrir skemmstu er dáinn,
hann hafði kynnzt Pecci á kirkjufundinum mikla