Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 73
1870, og bað alla þá sem hann vildu kjósa að gefa
Pecci atkvæði.
Hinn nýi páfi, Leó 13., sýndi þegar að hann var
leikinn og lærður stjórnvitringur, og örari til brjefa-
skripta en formaður hans; hann tilkynnti öllum hin-
um voldugri landsdrottnum, að nú væri hann sezt-
ur að stóli, jafnt heiðnum sem kristnum, Tyrkjasol-
dán og keisararnir í Kína og Japan fengu líka hver
sitt brjef.
Nú bjuggust menn við friðsamari og sáttfúsari
páfa; það var kunnugt að Leó var enginn vinur
Jesúíta og að hann hafði verið heldur andstæður
stjórnarfari Píusar, illdeilunum við ítölsku stjórnina
og enda töluvert hikandi að samþykkja óskeikul-
leikakenninguna. Það þykir og sannmælt, að Leó
hafi skömmu eptir að hann tók við mælt svo í eyru
ritstjórans við aðalmálgagn páfans í Rómaborg, að
hann væri albúinn til þess að ganga á hólm við
Jesúíta.
En páfinn er jafnháður Jesúítum og Tyrkjasol-
dán áður fyr var háður Janitsjörum og rómverski
keisarinn í fornöld lífverðinum.
Jesúítar urðu Leó páfa ofsterkir, þeir hafa blöð-
in katólsku undir sjer og eru lífið og sálin í hinum
katólsku fjelögum, og frá þeim streyma allar lindir auðs
og valda.
Páfinn hefir í árstekjur um 3 miljónir króna af
eignum páfastólsins, en annað eins og meira hefir
hann árlega af frjálsum gjöfum, það er Rómaskatt-
uiinn foiui eða Pjeturs peningurinn í nýrri mynd.
Sá skattur kom upp á Englandi snemma á miðöld-
um, upphaflega sem frjáls gjöf, rjett eins og Maríu
og Pjeturslömb hjá oss, en eigi náði hann lengra en
yfir England, Pólland og Norðurlönd. Svo var fyrir