Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 74
74
mælt hjer á landi, að hver maður skyldi hlýðinn
páfa í Róm, og því skyldi hver maður sá er mætti
gjalda Rómaskatt, einn pening taldan, og fá presti
í hendur fyrir páska og skyldi það hafa hinn helgi
Pjetur i Róm.
Rómaskatturinn lagðist niður um siðbót, en þeg-
ar mest sneiddist um veraldlegt ríki páfa, var um
1860 leitað til frjálsra gjafa, og hafa þær eigi sizt
farið í vöxt, er páfinn var orðinn landalaus »band-
ingi« i Vatíkaninu. Fyrir gjöfunum gangast blöð
Jesúítanna, þar felst í mest valdþeirra; því að páfa-
hirðin og páfaráðaneytið, sem kúría er nefnd einu
nafni, er afardýr með mesta sæg embættismanna í
miðaldasniði. Drjúgast tolla auðmenn Ameríku, og
páfinn gefur milljónafrúnum »gullnu rósina«, sem
konunglegar persónur einar fengu áður. Mest hefir
kveðið að gjöfunum við 50 ára prests og biskups-
júbileum Leós (1887 og 1893), og er mælt að páfa
hafi gefizt við hið fyrra i peningum og dýrum grip-
um, er draga mundi hátt i 100 milljónir. Leó páfi
lýsti því yfir, að hann skoðaði gjafirnar minningar-
árin sem persónulega eign sína, ávaxtar Rotschild
í Paris töluvert af því fje, en mikið gekk til húsa-
kaupa i Lundúnum, sem Manning kardínáli sýslaðí
fyrir páfa, og þótti þá vel tryggt. Eflaust gengur
þetta mikla fje til einhverra kirkjulegra þarfa á sín-
um tima, sjálfur er Leó mesti hófsmaður fyrir sig
og sína, öll hans æfi hefir verið dýrðleg fyrirmynd
grandvars lifernis, og ávarpið sem páfanum er val-
ið: »yðar heilagleiki« er nær sanni um hann en flest-
alla fyrirrennara hans. Hirð páfa er og að mörgu
breytt og bætt frá dögum Píusar. Skemmtanir páf-
ans eru eða voru helzt fólgnar í latinukveðskap,
stjörnuskoðun og knattborðsleik.