Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 75
Vjer prótestantar getuna beygt oss í djúpri virð-
ingu tyrir persónulegum mannkostum og yfirburð-
um »hins hvita öldungs«, en hin kirkjulega steína
hans hefir í raun og veru orðið öll söm og áður var
undir Píusi. Vjer höfum á voru landi enga hug-
mynd um drottnunargirni og yfirgang katólsku kirkj-
unnar, sjerstaklega i löndunum þar sem trúarflokk-
arnir vega salt. Gagnvart mótmælendum viðurkenn-
ist ekkert umburðarlyndi, þeir eru fráfallnir trúleys-
ingjar, sem með veraldlegu valdi má og á að draga
aptur til hinnar einu sáluhjálplegu móðurkirkju. Vit-
anlega verður veraldlega valdinu nú sjaldnast kom-
ið að, en það liggur í rangsnúnum tíðaranda. I
lyklavaldi Pjeturs, sem páfinn einn fer með, því að
hann er kirkjan, felst veraldlegt drottnunarvald yfir
konungum og þjóðum; boð hinna kristilegu yfirmanna
gildir meira en rödd samvizkunnar, það er sjálfgefið
með óskeikulleikakenningunni, samvizkan fer villt
þegar hana skilur á við kirkjuna, ekki annað fyrir
en að hlýða kirkjunni, hvað sem trúarsannfæring
einstaklingsins liður. I þessu slðastnefnda skín Jesú-
itakenningin skýrast í gegn. Leó er snjallari og
mýkri, liprari og kænni en fyrirrennari hans, en
hefir eigi vikið fet frá stefnu hans, markmiðið saraa:
miðaldadrottnun páfans yfir öllum löndum og þjóð-
um og endurreisn hins veraldlega páfaríkis á Italíu.
Til þess að ná því markmiði getur páfavaldið í bili
bundist bandalagi, jafnt við einvalda landsdrottna
og svæsnustu æsingaflokka, og ekki hikaði Leó sjer
viö að gjöra sátt og vinfengi við hina ókirkjulegu
lýðveldisstjórn Frakklands, er það gat orðið til hnekk-
is og skapraunar höfuðfjandanum, Italíuríki í þrí-
veldissambandinu, en það rikjasamband er af
páfasinnutn talinn versti þröskuldur fyrir viðreisn