Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 77
77
skugga um það, að Jesúítarnir höfðu getað beygt
þennan mikla mann undir ok sitt. Jeg er nú farin
að trúa því, setn þýzkur iærdómsmaður sagði mjer
einu sinni, að það væri sama, hvers sinnis hann
væri húsbóndinn i Vatikaninu, hvert hann er frjáls-
lyndur eða apturhaldsmaður; jafnskjótt og hann hef-
ir sett upp páfakrónuna, þá yfirstígur kúrían hann«,
Það var sigur páfans á Þýzkalandi, sem gaf honum
nýjan dug og djörfung i stríðinu á Itaiíu, því miðar
Crispi við árið 1887, og það mun hverju orði sann-
ara að hugsjón hins óskeikula, alvalda páfadóms í
höndum 12000 Jesúíta bugar um sinn hvern mann
sem sezt í það sæti, og því eru það ekki nema
draumórar þegar verið er í erlendum tímaritum að
benda á einn eður annan eptirmann Leós, sem muni
una við það að vera einungis andlegur faðir og
hirðir trúaðra katólskra manna.
Mikið af því ólagi sem verið hefir á stjórn
hinnar sameinuðu Italíu stafar frá óvináttu klerka-
lýðsins. Trúaðir katólskir menn taka eigi þátt í
þingkosningum, og er það óbætanlegur skaði er svo
mikill hluti hinna betri og gætnari borgara tekur
engan þátt í hinu pólitíska lífi, ráða því þar i landi
svo miklu óvandaðir æsingamenn. Kirkju ogklaustra-
eignir eru á Italiu orðnar landseign, en klerkum
launað úr landssjóði, en mjög lágt, þetta 4 — 700 kr.
Ríkið vildi bæta kjör presta og verja til þess árs-
fje páfans, sem aldrei er hirt, en páfi bannaði prest-
um að þiggja, óttaðist að þeir yrðu þá þjóðhollari
eptir en áður. Enginn katólskur prestur í Róma-
borg fjekkst til þess að kenna krónprinsinum krist-
indóminn, varð hann að leita sjer þeirrar fræðslu
suður í Neapel. Ýmsir áhugasamir prestar vildu
borgunarlaust kenna kristindóminn i barnaskólum