Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 78
ríkisins, þar sera sú kennsla er ekki skyldugrein, en
þeirra gæða máttu ríkisins skólar eigi njóta og var
prestunura bannað það. Fyrir rúmum 2 árum siðan
hófðu 30 biskupar á Italíu eigi fengið konunglega
staðfestingu, af því að stjórn páfa tilkynnti eigi ráða-
neyti konungs skipun þeirra í embætti. Þjóðhollir
trúaðir menn finna sárt til þessa, öðlingurinn Cavour,
sem páfamenn hata allra manna mest, harmaði það
sárast undir dauða sinn, að ítalskur þjóðræknismað-
ur gæti eigi iifað í sátt við kirkjuna. Minningarár
Ítalíu 1895, sem getið er í byrjun þessa máls, varð
til þess að blása að kolunuro. Ofgar skapa öfgar,
og það voru frímúrarar, vantrúaðir óvinir kirkju og
kristindóms, sem einna mest gætti við það hátiða-
hald. Margt hefir orðið Ítalíu örðugt hin síðustu ár-
in, ófarirnar í Afríku, fjárskortur ríkisins, siðaspill-
ing hjá æðri mönnum, fátækt og megn óánægja hjá
hinum lægri stjettum. Margir spá hinu unga kon-
ungsríki enn verri óförum: Eilifa valdið i Vatíkan-
inu biður rólega meðan eyðileggingin verður af
sjálfu sjer og Ítalía leysist aptur í sundur. Þegar
hinn seinasti ítalski stjórnmálagarpur hefir stolið
hinum siðasta eyri úr fjárhyrzlunni, þegar Englend-
ingar hafa tekið flotann upp í skuldir og Rússar
gjört Neapel að herskipastöð sinni í Miðjarðarhafinu,
þá klofnar Ítalía og páfínn hirðir miðjuna, sina
fornu eign. Þetta er hin ófagra hrakspá, sem von-
andi rætist ekki.
Leó 13. er nú fjörgamall maður, vantar 3 ár
á nírætt, hann er beill og óbilaður á sálunni en
fremur hrumur líkamlega, 2 nunnur vaka stöðugt yfir
honum og stunda hann, en mjög lítið er honum um
heimsóknir læknisins. Lengi verður þess eigi að
bíða að ný páfakosning fari fram, þá koma saman