Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 82
82
rengja, og ætlar, að Egill hafi í upphafi alls eigi
ætlað til Englands til Aðalsteins konungs, heidur
ætlað og haldið til Norvegs. Nú veit j'eg eigi til,
að nokkurstaðar annarstaðar sje minnzt á þessa ferð
Egils, og því getur prófasturinn eigi ráðið það af
orðum annara sagna, að Egill hafi bagað ferð sinni
á annan veg, en Egla segir frá, og þess vegna er
ætlun hans um ferð Egils til Norvegs í þetta skipti
næsta ástæðulítil. Það er engin ástæða til að ætla,
að Egill hafi fengið vitneskju um það, að Eiríkur
væri flúinn úr Norvegi, áður en hann lagði af stað
í ferð þessa. Þá voru hvorki frjettaþræðir á mill-
um Norvegs og Islands, fremur en nú, nje heldur
gufuskip, er færu ákvðenar ferðir milli landannaj
þá bárust frjettir hingað mjög strjált, og engin á-
stæða til að ætla, að sagan segi hjer skakkt frá,
eptir því sem þá var ástatt með ferðir milli landa;
enda segir sagan með berum orðum, að farbann hafi
verið til allra landa það ár, sem þeir bræður Há-
kon og Eiríkur deildu um Noreg, og engin skip
komið til Islands og engin tiðindi úr Norvegi, og
þótt eitthvert skip hefði komið til íslands einhver-
staðar og getað borið fregnir um viðureign þeirra
Hákonar og Eiriks, þá voru hjer um þær mundir
fáar póstferðírnar um landið, eigi svo mikið sem
nokkurt frjettablað. Það er því alls eigi undarlegt,
þótt Egill vissi sumarið 936 eða jafnvel 937 ekkert
um flótta Eiríks blóðaxar úr Norvegi; því að það er
með öllu óvíst, hvort árið Egill hóf þessa ferð sina.
Af hverju prófasturinn dregur þau likindi, að Egill
hafi verið veturinn 936—937 í Norvegi, þvert ofan i
skýr orð sögunnar, er eigi auðið að sjá. Eða er sú
ástæðan mikils virði, að það kynni að vera mishermt,
að Egill hafi verið einn vetur í Norvegi eptir Eng-