Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 83
83
landsförina? Þessar ástæður: undarlegt, allólíklegt,
kynni, þær eru eigi ónýtar, settar fram svona sann-
analaust. Prófasturinn gat eins vel sagt, að öll
þessi ferð Egils væri diktur einn, og Egill hefði alls
eigi farið af íslandi um þessi árin, og Höfuðlausn væri
tilbúningur einn síðari alda manna. En það vill svo
vel til fyrir prófastinum, að hann getur rekið enda-
hnútinn á sannanir sínar raeð því, að það er ljóst
fyrir honum, að Egill hafi komið frá Norvegi, er
hann hitti Eirík konung í Jórvík, því að Egill byrj-
ar Höfuðlausn með orðunum: »Vestr fórk of ver«,
og síðar, í 14. vísu sama kvæðis: »Frétt’s austr
of mar eireks of far«. Þetta segir prófasturinn að
Egill hefði ómögulega getað sagt, ef hann hefði
komið beina leið frá íslandi til Englands. En hafi
Egill komið frá Norvegi, hvernig gat hann þá sagt
í 1. vísu Höfuðlausnar: »drók eik á flot við ísabrot?«
Þessi orð get jeg með engu móti skilið öðruvísi, en
að þau þýði annaðhvort eins og Svb. Eg. þýðir þau
í Lex. poet.: brot = braut, og ísabrot = Island, eða
þá = þar sem ísjakar eru, sem mjer finnst við-
kunnanlegra, og það verður þá einnig sama sem
Island, og þannig hefur dr. Jón Þorkelsson skilið
þessi orð 1856 (sjá Egilssögu, Reykjavík 1856, bls.
248),1 en þau geta varla átt við Norveg. Hjer
megum vjer eigi hanga blýfastir í þeirri þýðingu
1) Jeg veit reyndar, að sumir hafa skilið þessi orð svo,| að
ísabrot væri sama sem vor, en hæði er það einstakleg, langsótt
og óviðfelldin kenning á vor, og verður eigi rímað saman við orð
sögunnar: »En er sumar kom, þá lýsti Egill yfer þvi«, og »Eg-
ill varð ecki snemhúinn«. »Tók þá at hausta«. Af þessum orðum
verður eigi annað ráðið, en að komið hafi verið langt framj á
sumar, er Egill lagði af stað frá Islandi.
6*