Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 84
84
orðanna »vestr« og »austr«, sera vjer teljum nú
hina einu rjettu, enda eru Islendingar enn þá eigi
svo nákværair í áttatalinu, að oss þurfi að furða á
þvi, þótt fornmenn hafi eigi verið mjög nákvæmir í
því efni. Svo sera dæmi slikrar ónákvæmni má
telja það, að Árnessýslubúar og Rangvellingar að
minnsta kosti segjast ætla að fara suður í Reykja-
vík, er þeir hefja ferð sína heiman að til Reykja-
víkur, og ætli prófasturinn á Stafafelli í Lóni kom-
ist eigi eins að orði, er hann ríður til alþingis á
sumrum? og vita þó allir, að Reykjavík er eigi út í
hafi í suðurátt frá þessum sýslum, heldur í vestur
frá þeim. Vjer segjum líka, að vjer förum frá
Reykjavík vestur i Dalasýslu og vestur tii ísafjarð-
ar, enda þótt stefnan sje á þeim ferðum hjer um
í hánorður. Skagstrendingar fara norður í Goðdali
og Fljótamenn norður á Akureyri. En til þess að
sýna og sanna, að það sje eigi ímyndun ein, að orð
Egils: »vestr fórk of ver«, sje engin sönnun fyrir
því, að hann hafi ómögulega getað sagt það, nema
hann hafi komið frá Norvegi, en alls eigi frá Is-
landi, þá ætla jeg að benda á nokkur dæmi í forn-
sögum vorum, þar sem sama ónákvæmnin kem-
ur fram. í ísl.s. I, Kaupmannahöfn 1843, bls. 298,
segir svo: »Ráþormr ok Jólgeirr, bræðr, kvomu
»vestan um haf til íslands«, og í sömu bók, bls.
321, er svo að orði kveðið: »Svá segja vitrir
»menn, at nökkurir landnámsmenn hafi skírðir ver-
»it, þeir er bygt hafa ísland, flestir þeir er kvomu
»vestan um haf«. Hvaðan munu þessir menn hafa
komið nema frá Bretlandi hinu mikla, Irlandi, Orkn-
eyjum eða Suðureyjum? Engan hef jeg heyrt geta
þess til, að þeir hafi komið eða orðið að koraa frá
Vesturheimi. Hafi þeir komið vestan frá Englandi