Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 85
85
eða Skotlandi til íslands, þá gat Egill með sama
rjetti sagt, að hann hefði farið frá íslandi vestur
til Englands, og þá er sú sönnunin fallin um sjálta
sig hjá prófastinum. Og til þess að sýna það enn
fremur, að fornmenn voru eigi afar-nákvæmir í
orðum sínum um áttirnar, þá segir í Isl.ss. I, bls.
29: »Þeir Flóki sigldu vestr yfir Breiðafjörð, ok
»tóku þar land sem heitir Vatnsfjörðr, við Barða-
strönd«, og hafa þeir þó stefnt þá hjer um bil í
hánorður. Sbr. Njálu, kap. 6., um ferðir Rúts.
I Fms. VI, bls. 258 segir, að Haraldur kon-
ungur Sigurðsson hafi farið úr Gautelfi »suðr til
»Jótlands fyrir sunnan Vendilskaga, svá um Þjóðu«.
Hann hefur þá að iíkindum haldið inn í Limafjörð.
Fms. VI, bls. 75: »dró Sveinn þá lið at sér, allt
»þat er hann fékk, ok fór þá um vetrinn um Sjó-
»land ok Fjón ok eyjar; en er dró at jólum, hélt
»hann suör til Jótlands, ok lagði til Limafjarðar«,
og fleiri dæmi mætti til tína, til þess að sýna, að
fornmenn voru alls eigi nákvæmir, er þeir töldu
áttirnar á ferðum sínum, og að orð Egils: »vestr
fór’k of ver«, og »frétt es austr of mar«, alls
eigi bendi fremur til Norvegs en til íslands, og þar
sem engar sannar ástæður verða taldar fyrir því,
að sögnin um ferð Egils til Englands sje skökk í
Egilssögu, þá er alls engin heimild til, að smíða
nýja sögu um þessa ferð hans með eintómum ímynd-
uðum og ósönnuðum ástæðum, ástæðum, sem við ekk-
ert eiga að styðjast annað en mögullegleika, imynd-
uð likindi og getgátur, sem eigi skýra söguna að
nokkru, og eiga eigi við neinar sagnir að styðjast,
og úr þvi að prófasturinn hefur eigi sannað ætlun
sína um þá ferð Egils, sem hjer ræðir um, með
nokkru einu atviki, stendur sögniu um hana í Eglu