Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 88
88
»Höfuðlausn.
Hvað kom til, að Egill skyldi irkja lofkvæði um
hinn versta fjandmann sinn'? Saga hans skirir frá
því á þessa leið: Gunnhildr drotning ljet efla seið
til þess, að Egill skildi aldrei ró bíða á Islandi, fir
enn hún sæi hann. Þau Eirlkr konungur höfðu þá
orðið að flíja land í Noregi og farið first til Orkneija,
enn síðan suður með Skotlandi til Englands, og hafði
Eiríkr þar fengið Norðimbraland til forráða hjá Aðal-
steini konungi og skildi vera landvarnarmaður hans.
Þessar frjettir höfðu ekki borist til íslands frá Nor-
egi, því að farbann var milli landanna. Um þessar
mundir tók Egill ógleði mikla, og svo kom, að hann
bjóst að sigla til Englands og ætlaði á fund Aðal-
steins konungs. Hann varð síðbúinn og kom um
haustið undir Orkneijar. Þar vildi hann ekki að landi
leggja, þvi að hann hafði ekki heirt um höfðingja-
skiftin í Noregi og hugði, að riki Eiríks konungs
mundi ifir standa i eijunum. Hann sigldi þvf fram
hjá eijunum og suður með Bretlandi hinu mikla að
austanverðu, hrepti storm mikinn og varð að sigla
til brots við Humru minni. Braut skipið í spón, enn
menn hjeldust. Þar frjetti Egill þau tíðindi, sem hon-
um þóttu háskasamleg, að Eirikr konungur blóðöx
og Gunnhildr drotning höfðu þar r'ki til forráða.
Þótti honum óvænt til undankomu og lítilmannlegt
að flíja. Hann herðir þá hugann og ræður af að
fara á fund Eiríks konungs, fer til Jórvíkur og fær
Arinbjörn, vin sinn, til filgdar með sjer. Ganga þeir
báðir firir konung, og tekur Egill um fót konungi,
enn Arinbjörn túlkar mál hans. Eiríkr konungur
skipast lítt við það, enda æsir Gunnhildr hann sem
mest hún má. FærArinbjörn því áorkað með naum-
indum, að drápi Egils er á frest skotið til næsta