Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 89
89
morguns, og hefur hann síðan heim með sjer í leifi
konungs. Fær hann Egil til að irkja lofkvæði um
Eirík konung um nóttina, og skilur svo við hann.
Enn um miðnætti, þegar Arinbjörn kemur aftur að vitja
um Egil, hefur hann enn ekki ort neitt, og kennir
því um, að svala ein haíi setið við gluggann og klak-
að í alla nótt, svo að hann hafi engan frið haft til
að kveða. Arinbjörn fer upp á gluggann, rekur
burtu svöluna, sem auðvitað er Giunnhildr í svölu-
líki, og situr þar alla nóttina, meðan Egill irkir kvæð-
ið. Um morguninn fara báðir vinirnir á konungs
fund. Heldur Arinbjörn fast fram máli Egils og leggur
líf sitt vfð hans líf, enn Gunnhildr mælir á móti.
Að lokum leifir konungur Agli að flitja kvæðið firir
bænarstað jarinbjarnar, og gefur honum höfuð sitt
að kvæðislaunum.
Hvergi lisir ritsnild söguritarans sjer betur í
Eiglu enn í þessari frásögn, og mun varla annar
kafli vera betur sagður í nokkurri af sögum vorum.
Það er eins og þessir viðburðir allir gerist firir augum
lesandans, iíkt og i sjónleik. Sagan bregður upp
margbreittum mindum firir sjónir lesanda, svo að ein
mindin rekur aðra. Vjer sjáum Egil standa, alvopn-
aðan, með »síðan hött ifir hjálmi« og »mikinn sem
tröll«, firir dirum Arinbjarnar. Vjer sjáum Eirík
hvessa á hann augun, þar sem hann stendur í höll
konungs og gnæfir ifir aðra menn í flokki Arinbjarn-
ar, og minnir frásögnin oss þar á orð Egils sjálfs í
Arinbjarnarkviðu 5. erindi:
Vasa tunglskin
trygt at líta,
né ógnlaust
Eireks bráa,
þás ormfránn