Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 90
90
ennimáni
skein allvalds
cegigeislum.
Vjer sjáum hann brjóta odd af oflæti sínu og beigja
hnje firir Eiríki konungi. Vjer sjáum hann sitja í
loftherberginu i næturkirðinni og brjóta heilann út
af kvæðinu, enn svalan, sem merkir hefndarhug
Gunnhildar, klakar firir utan og gefur honum enga
ró. Vjer dáumst að drengskap Arinbjarnar, digð
hans og trigð við Egil og dirtsku gagnvart konungi
og drotningu. Vjer erum á glóðum um, hvernig reiða
muni af þessari baráttu milli óðsnildar skáldsins og
hefnigirninnnar, sem var svo rik í huga fornmanna,
og vjer þorum varla að draga andann, fir enn alt
er á enda kljáð, og kveðskaparlistin' hefur unnið
sigur.
Enn því miður verðum vjer að játa, að þessi
fagra frásögn sögunnar kemur i sumum meginatrið-
um í bága við það, sem Egill segir sjálfur um ferð
sína í kvæðum sinum, einkunf í Höfuðlausn og Arin-
bjarnarkviðu.
First og fremst getur það ekki verið rjett, að
Egill hafi komið af hendingu og á móti vilja sinum
til Englands. í 2. erindi Höfuðlausnar segir hann
sjálfur:
»Buðumk hilmir löð,
þar dk hróðrarkvöð«,
eða að konungur (o: Eiríkr) hafi boðið sjer heim og
að þar eigi hann kvöð til að irkja um hann. Þetta
mundi skáldið ekki hafa dirfst að segja frammi firir
sjálfum konungi og allri hirð hans, ef þaðhefðiekki
verið satt. Þetta kemur heim við visu þá, sem sag-
an segir, að Egill hafi ort, er hann kom á fund kon-
ungs og tók um fót honum (Egils s. 59. k, útg.