Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Qupperneq 92
92
eða, með öðrum orðum, til að koma sjer í sátt við
hann. Þetta kemur og heim við visu þá, sem hann
orti til sistur Arinbjarnar (Egils s. 64. k. útg. F. J.
233. og 390. bls. Reikjavikurútg. 158. bls.):
»Urðumk leið en lióta
landbeiðaðar reiði« o. s. frv.
ov er sú vísa eftir tímatali sögunnar ort 2 árum sið-
ar enn Höfuðlausn.
I annan stað sjest það á sjálfri Höfuðlausn,
að Egill hefur ekki komið beina leið frá íslandi til
Jórvikur, heldur hefur hann komið þangað frá Noregi.
I upphafi kvæðisins segir skáldið: » Vestr fórk of ver«,
og kemur það vel heim, ef hann hefur komið frá
Noregi, enn ekki, ef hann heíur komið frá íslandi.
Jeg veit að vísu, að menn hafa reint að bjarga frá-
sögn sögunnar með því að halda því fram, að »all-
ar ferðir bæði frá Noregi og frá íslandi til Bretlands
hins mikla og Irlands og eijanna þar í kring hafi
verið nefndar ferðir til vesturs'«. Þetta er rjett og
eðlilegt, að því er snertir ferðir frá Noregi til Eng-
lands, og má sanna það með mímörgum dæmum1 2.
Enn hitt væri eins dæmi, ef vestr væri hjer haft
um ferð frá fslandi til Englands. Að vísu veit jeg,
að Bretland hið mikla, Irland og eijarnar þar í kring
vóru kölluð löndin »firir vestan haf«, og »Vestrlönd«,
1) Sjá Egils s. útg. E. J. 406. bls. og orðabók Cleasby’s undir'
orðinu vestr.
2) T. d. Egils s. útg. F. J. 50. bls. Keikjavíkurútg. 32. bls.
Grettis s. 19. k. 19. bls. Hrafnkels s. 4. k. (Sturl. Oxf. II, 277.
bls, Bisk. I, 641. bls.). Fms. VII, 40. bls. (Þórkell hamar-
skáld). S. st. 77. bls. (Þórarinn stuttfeldr og Einarr Skúlason).
Sn. E. I, 496. bls. (Hallvarðr). Landn. I. p., 11. k. 41. bls. og
víðar. Stefnan frá Englandi til Noregs er aftur á móti kölluð
’vestan’, t. d. Hkr., 01. helg. 27. k. 1. v. (Ottarr), eða ’austr’, t. d.
Egils s. útg. F. J. 51. bls. Reikjavikurútg. 32. bls.