Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 93
93
og miðuð við Noreg, bæði af Norðmönnum og íslend-
ingum, og að Landnáma því segir um suma land-
námsmenn sem hingað komu frá þessum löndum,
að þeir hafi komið »vestan um haf‘«, enn »vestan«
táknar hjer ekki stefnuna í hafinu eða á leiðinni til
Islands, heldur að eins þann stað, er landnámsmenn-
irnir lögðu frá, er þeir fóru á stað, eins og glögglega
sjest á þvl, sem segir i prologus Landnámu um Pap-
ana: »ok hyggja menn, at þeir hafi verit vestan um
haf«. Það væri fjarstæða að hugsa sjer, að forfeður
vorir, víkingarnir, sem firstir manna kendu heimin-
um að sigla út á hafið burt frá ströndunum, hafi ekki
vitað í hverja átt þeir sigldu, þegar þeir fóru til
Norðurálfunnar frá íslandi eða þaðan til Norðurálfu.
Oftast er stefnan frá Norðurálfunni til íslands tákn-
uð með orðinu út, enn útan táknar stefnuna frá Is-
landi til Norðurálfunnar. Enn hitt kemur þó allopt
firir, að stefnan til Islands er kölluð vestr, enn frá
Islandi austr. I hinni æfagömlu leiðbeiningu firir
sjómenn, sem stendur í Landn. I. p., 1. k. 25. bls.,
segir, að »ór Noregi frá Staði sé vij dægra sigling
i vestr til Horns á Islandi austanverðu, en frá Snæ-
fellsnesi, þar er skemst er, er iiij dægra haf í vestr
til Grænlands*. Þetta sínir, að forfeður vorir vóru
ekki áttaviltir. Um Naddoð og fjelaga hans segir
Landnáma (s. st. 26. bls.): »en þá rak vestr í haf
ok fundu þar land mikit« — enn það var Island,
og um þá Flóka segir hún (I. p., 2. k., 29. bls.), að
þeir hafi komið »austan« að Horni1 2. Um Örlyg Hrapps-
son og hans menn, sem komu úr Suðureijum, segir
1) T. d. Landn. Y. p., 8. k. 298. bls. og 15. k. 320. og 321.
bls.
2) í Egils s. F. J. 119. bls. Rvk., 75. bls. segir Þórólfr Skalla-
grímsson: »er ek fór austan« (=frá Noregi).