Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 95
95
segir svo: »Ef maðr verðr veginn á Vestrlöndum
fyrir norðan Valland ok eru þá jafnréttir sannaðar-
menn allir þeir, er verit hata i nokkurs konungs
veldi þeirra, þá er vígit var eða síðan, í Engla kon-
ungs veldi eða Breta konungs eða Skota konungs
eða Ira konungs eða Suðureyja konungs veldi. . . .
Ef maðr fær sár eða verðr hann lostinn erlendis, ok
varðar þat skóggang . . . ok skal hann svá hér at
sókn fara um sár þau, er hann fékk austr, ok vörn
sem um erlendis vig«. A sambandinu er ljóst, að
austr nær hjer meðal annars iflr það, sem áður er
kallað »Vestrlönd« og greint í England, Bretland,
Skotland, Irland og Suðureijar. Af þessu leiðir einn-
ig, að orðið Austmaðr, sem vanalega er haft um Norð-
menn, er stundum haft um alla útlenda menn iflr
höfuð'.
Það er því ljóst, að orðin »Vestr fórk of ver«
í Höfuðlausn benda til þess, að Egill hefur ekki
komið til Jórvíkur beina leið frá íslandi, eins og
sagan segir, heldur hefur hann komið frá Noregi.
Enn auk þess tekur 14. erindi Hötuðlausnar af öll
tvimæli um þetta atriði, því að þar segir skáldið:
frétt es austr of mar
Eireks of far.
Hjer mun engum geta til hugar komið að halda
því fram firir alvöru, að »austr of mar«. þíði sama
sem ,til Islands1, því að til þess finst ekki hin minsta
átilla neins staðar, að stefnan hingað frá Englandi
eða meginlandi Norðurálfunnar hafi nokkurn tíma
verið nefnd austr af íslendingum sjálfum eða nokkr-
um öðrum (sbr. þá staði, sem áður eru til færðir),
1) T. d. er austmenn í Staðarhólsbók 230. og 231. gr. (263.
hls.) alveg sama sem útlendir menn rjett á undan í 2*8. grein
(261. bls.).