Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 96
96
enda kæmi það líka í bága við söguna, ef skáldið
hjer segði, að fregnin um afreksverk Eiríks á Eng-
landi hefði borist til íslands, þar sem sagan segir
sjálf, að engin frjett hafi gengið til íslands um síð-
ustu tvö ár, og að Egill hafi ekki vitað annað, þeg-
ar hann kom til Englands, enn að Eiríkr sæti enn
að ríkjum í Noregi. Orð skáldsins geta því ekki
þítt annað, enn að fregnir um afreksverk Eiríks fir-
ir vestan haf hafi borist til Noregs, því að þangað
var einmitt kallað naustr of haf« frá Englandi, eins
og rjett er og eðlilegt og sína má með mörgum
dæmum, þar á meðal úr Egils sögu sjálfri (útg. F.
J. 51. bls. Rvk. 32. bls.). En hvernig gat Egillsagt
þetta, nema hann hefði komið til Englands frá Nor-
egi ? Orðin væru beinlfnis hlægileg f munni hans,
ef svo væri ekki.
Enn fremur sjest það áj Höfuðlausn, að Egill
hefur haft kvæðið tilbúið, þegar hann kom til Eng-
lands. I 1. erindi segir hann beinlínis, að svo standi
á ferð sinni (»svá es mítt of far«), að hannhafimeð
sér kvæði (»ek Viðris ber munstrandar mar«); hann
kveðst hafa »dregið eik á fiot við isa brot« og, auð-
vitað um leið, »hlaðið mærðar hlutjhugknarrar skuU1,
o: ort kvæðið. Og í öðru erindi segist hann »bera
Oðins mjöð á Engla bjöð«, o: hafa haft með sjer
kvæðið, þegar hann stje á land á Englandi. Höfuð-
lausn er eftir þessu ort f Noregi, enn ekki í lofts-
herberginu hjá Arinbirni.
Að endingu skal jeg taka fram enn þá eitt at-
riði, sem þær greinir á um, söguna og Höfuðlausn.
Sagan segir, að Egill hafi lagt á stað í ferð sína
1) Textinn er hjer að visn nokkrum vafa bnndinn, en hugsun-
in er ljós.