Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 97
97
undir haustið, enn Egill segist sjálfur hafa dregið
»eik á flot við isa brot«. Orðin »við ísa brot« þíða
án alls efa: þegar ísa braut, eða leisti, o: um vorið
sbr. Nesjavísur Sighvats: »Fór ór Vík á vári | válaust
konungr austan« (Fagrsk. 93. k. 75. bls.), enn frem-
ur Fornaldars. Norðurlanda (Kh.-útg.) II, 308. bls.:
»drógu flrðar, | þegar frerum létti, | heldr skrautligar |
skeiðr at vatni«, og loks Háttatal Snorra 75. erindi:
»þá er falla . . . frermál« (= þegar frostatíminn
hættir, á vorin>). Það var eimnitt um þetta leiti árs
sem menn vóru vanir að draga skip sín á flot, því
að á vetrum stóðu þati uppi, svo að ekkert getur
verið eðlilegra enn þessi skíring. Forsetningin við
er hjer höfð um tímann líkt og í Velleklu 18. er-
indi: »»ið frost«, sem Konr. Gíslason heldur að þíði
sama sem »í vetrar birjun« eða »um vetur2«; lika
kemur firir við vetr, við aptan, við nött o. s. frv.3
Hitt nær engri átt, að Egill hafl borið fram brot í
staðinn fyrir braut og rímað það við flot, og að Isa
brot sje = ísland4. Og enn fjarstæðara er það, að
ísa brot sje = isjakar, og við ísa brot = »þar sem ís-
spengur eða ísjakar eru, á íslandi«5, eins og ekki
sje nóg af ísjökum og ísspöngum annarsstaðar enn
á Islandi. Finnur Jónsson hefur því eflaust rjett
firir sjer, þar sem hann heldur, að »við ísa brot«
sje sama sem ,um vorið' (Egils s. F. J. 406. bls).
1) Þessa ágætu skíring hef jeg frá rektor Jóni Þorkelssyni;
falla er oft haft nm veður í merkingunni að lægja eða hætta,
sjá Cleashy’s orðahók undir falla A III.
2) Konr. Gislason: Efterladte skrifter I, 159 bls.
3) Dæmi hjá Konr. Gislasini á s. st,
4) Lex. Poet undir brot.
5) Egilss. Rvk. 244. hls.
7