Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 98
Vjer höfum því sögusögn Egils sjálfs um það,
að hann hafi komið sjálfkrafa og óneiddur á fund
Eiriks konungs í Jórvík eftir heimboði konungs, og
haft kvæði að færa konungi, það kvæði, sem siðan
var kallað Höfuðlausn, enn fremur, að hann hafi ekki
komið til Jórvíkur beina leið frá Islandi, heldur frá
Noregi, og að Höfuðlausn sje ort í Noregi, og loks,
að hann hafi farið á stað frá Noregi i þessa ferð,
þegar isa leisti, um vor. Að því er snertir þessi
atriði, verður frásögn sögunnar að lúta í lægra haldi
firir kvæðum skáldsins sjálfs. Enn að öðru leiti er
óþarfi að rengja söguna. Þvert á móti sína kvæði
Egils og sanna, að meginatriði sögunnar eru sönn
og rjett, að Egill hefur komist á vald Eiríks kon-
ungs í Jórvík, að hann hefur þar flutt konungi kvæði
sitt (Höfuðlausn), og þegið höfuð sitt að launum, og
að Arinbjörn hefur þar veitt honum digga og trúa
filgd. Þetta segir Egill sjálfur í Arinbjarnarkviðu«.
Þegar jeg nú lít ifir þessa gömlu ritgörð mína,
finn jeg enga ástæðu til að taka neitt aftur af þvi,
sem jeg þar hef sagt. Að eins leifi jeg mjer að
bæta við einni sfuttri almennri athugsemd: Forn-
sögur vorar eru ekki óskeikular. Þær segja frá
munnmælunum, eins og þau gengu manna á milli,
þegar sagan var samin, lönguin tíma síðar, enn sag-
an gerðist, og eru sögurnar þá auðvitað hvorki á-
reiðanlegri nje óáreiðanlegri enn munnmælin. Nú
er það vist, að munnmælin aflagast smátt og smátt,
er þau ganga mann frá manni, einkum í smáatrið-
um, og islenskar munnmælasögur hlíða þessu lög-
máli líkt og munnmælasögur annara þjóða. Aftur á
móti er hitt jafnvist, að munnmælin geima oft mjög