Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 101
101
það sjeu lögin, hið sanna innihald laganna sje
einmitt vilji löggjafans; það sje eigi undir því kom-
ið, hvað löggjafinn hafi sagt, heldur hvað hann hafi
ætlað að segja. Auðvitað játa þeir, er leggja mesta
áherzlu á vilja löggjafans í þessu efni, að orð lag-
anna sýni venjulega ijósast, hver sje löggjafans
vilji, og þannig falli opt saman löggjafans vilji og
það sem kallað er laganna hugsun (og vilji), eða sú
hugsun, sem eptir almennum málfræðislegum regl-
um og rökfræðislegum sje fólgin í orðum lagatext-
ans; en sje það vitanlegt af öðrum gögnum,
að vilji löggjafans og orð laganna falli eigi sam-
an, þá vilja þeir í rauninni eigi að orð laganna
ráði meiru en önnur gögn, t. a. m. inngangur til
laga, ástæðnr fyrir lögunum (motiver). nefndarálit,
þingræður o. s. frv. Allt það, sem sýnir löggjafans
hugsun eða vilja, er í raun rjettri jafn rjetthátt og
lagatextinn sjálfur.
Gegn þessari kenningu hafa, einkum á síðari
tímum, komið fram mótmæli, og hafa mótmælendur
hennar tekið það fram, að, þótt maður gæti komizt
að fullri vissu um vilja löggjafans eða hugsun, þá
fái maður þó eigi svarað öllum þeirn spurningum,
er fram koma við skýring laga. Opt getur það
komið fyrir, að löggjafinn hafi eigi hugsað um það
atriði, er um er að ræða, eða þá, þótt honum hafi
dottið það í hug, að hann hafi látið það liggja milli
hluta, t. a. m. vísað til almennra vísindalegra hug-
mvnda. Svo eru nú og víðast hvar fleiri en einn
gjörandi í löggjafarvaldinu. t. d. konungur og al-
þingi, og getur hugsazt að konungs vilji sje cigiall-
ur hinn sami, sem vilji alþingis, og einnig að vilji
neðri deildar sje eigi hinn sami, senr efri deildar.
Þegar löggjafarvaldið er þannig vaxið, er opt eigi