Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Qupperneq 102
10-'
unnt að vita til fulls um vilja löggjafans, og stund-
um er það jafnvel allsendis ómögulegt að vita neitt
verulegt um vilja eða hugsun löggjafans. Þá er
eigi annar vegur til en að gjöra löggjafanum upp
hugsanir eða vilja, sem hann, ef til vill, aldrei hef-
ir haft, eða hann jafnvel vitanlega aldrei heflr haft.
Svo er hitt, að, ef það yrði sannað, að löggjafans
vilji eða hugsun hetði verið önnur en sú, sem eptir
málfræðislegum reglum og rökfræðilegum getur fólg-
izt í orðum lagatextans, en þessi vilji löggjafans
ætti samt sem áður að gilda sem lög, þá yrði afleið-
ingin sú að hugsunin ein, sem aldrei hefði verið
auglýst sem lög, væri lög; en það virðist eigi þurfa
mörgum orðum um það að eyða, að vilji löggjafans
getur eigi orðið að lögum, nema hann sje áður aug-
lýstur sem lög, þvi að annars væri úti um alla
rjettarvissu. Þess vegna heflr því verið haldið fram,
að lögskýrandi ætti alls eigi að hugsa um það, hver
lög löggjafinn hafl viljað eða ætlað að segja, heldur
um það, er hann eptir rjettum málfræðislegum regl-
um og rökfræðislegum hefir sagt sem lög. Lög-
skýringin skal setja fram það, sem löggjafinn heflr
sagt, ekki hvað hann hefir hugsað. Það, sem ekki
er fólgið í sjálfum orðum laganna, það eru ekki lög.
Hvorug þessi kenning er með öllu rjett; hvor
um sig leggur of mikla áherzlu á eitt atriði í lög-
gjöfinni. Fyrri kenningin leggurofmiklaáherzlu ávilja
löggjafans, en hin á orð hans. Það er alveg rjett í
hinni síðari kenningunui, að út fyrirorð lagatextans
verður eigi farið, einkum þar sem það á sjer stað,
eins og á Islandi, að lög eru því að eins gild, að
þau sjeu áður kunngjörð. Það er því að eins hinn
kunngjörði vilji löggjafans, sem lögskýrandi á að
leita eptir, en sá vilji iöggjafans einn er kunngjörð-