Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 104
104
maí 1874. Hafa sumir viljað skilja orð þessi svo,
að fast aðsetur sje þar haft um hvers konar óslitna
dvöl í einliverjum hreppi í 4 mánuði eða lengur,
sbr. landshöfðingjabrjef frá 29. desbr. 1896 (Stjtíð.
1896, B, bls. 230).
Það vill nú svo vel til, að það er varla nein-
um efa undirorpið, hvað löggjafinn hefir viljað segja
með orðum þcssum.
Frumvarp til laga þessara var upphaflega sam-
ið af landshöfðingja, og lagt síðan fyrir alþiugi 1889
af stjórninni. Hafði þeirri reglu áður verið fyigt
hjer á landi jafnt í sveitum sem i kaupstöðum, að
leggja útsvar eptir efnum og ástæðum á verzlanir
og önnur þess konar fyrirtæki i því bæjarfjelagi eða
þeim hreppi, þar sem þau voru rekin, enda þótt
eigendur þeirra hefðu eigi aðsetur í bæjarfjelaginu
eða hreppnum. Þetta var heimilað í kaupstöðum:
i Reykjavík með lögum um bæjargjöld í Reykjavík-
urkaupstað frá J9. oktbr. 1877 § 3, á Aknreyri í
lögum um bæjarstjórn þar frá 8. oktbr. 1883 § 19,
og á Isafirði í lögum um bæjarstjórn í Isafjarðar
kaupstað frá s. d. § 20. En það þótti efa undirorp-
ið, hvort heimiid væri til þessa í sveitunum, enda
fór yfirrjettardómur, uppkveðinn 25. febrúar 1888,
i gagnstæða átt1 (Landsyfirrjettardómar og hæsta-
1) Þar segir meðal annars: »Þótt nú álíta mætti, að of-
angreinda sölu áfrvjanda á vörum þeim . . . bæri að meta sem
verzlun, verður þó ekki sagt að lögheimili áfrýjanda, sem er bú-
settur langt frá í annari sýslu, fyrir þá sök bafi verið á Borð-
eyri, og þess vegna brast hreppsnefndina i Bæjarhreppi heimild
til að leggja aukaútsvar á bann«. (Sbr. 1. gr. laga nr. 1 frá 9.
janúar 1880). Sjá einnig bæstarjettardóm frá 8. febrúar 1893 í
Landsyfirrjettardómar og hæstarjettardómar IV. bindi bls. 313—
314.