Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 105
105
rjettardómar III. bindi, bls. 445—447). Segir svo í
ástæðum stjórnarinnar fyrir umgetnu lagafrumvarpi,
að það hafi þótt rjettast, eins og landshöfðingi hefði
lagt til, »að leggja fyrir þingið frumvarp þetta til
þess að komast fyrir um allan efa um þetta atriði,
og til þess yflr höfuð að fá til leiðar komið sam-
kynja fyrirmælum um kaupstaðina og sveitirnar um
útsvar eptir efnum og ástæðum, og jafnframt og
ekki sízt um það, hve lengi maður eigi að hafa dval-
ið í einhverjum hreppi til þemt að gjaldið verði lagt
á hann.
Texti lagafrumvarpsins er samhljóða ákvæðum
kaupstaðarlaganna* (Alþ.tíð. 1889, C, bls. 122).
Eins og ljóslega kemur fram í ástæðum stjórn-
arinnar, er það tilgangur hennar með lagafrumvarp-
inu að heimila hreppsnefndum að leggja útsvar á
fastar verzlanir, arðsamar stofnanir og fyrirtæki í
hreppnum, og að kveða á um það hve lengi mað-
ur eigi að hafa dvalið (o: verið heimilisfastur) í ein-
hverjum hreppi til þess að gjaldið verði lagt á hann
eða yfir höfuð að gefa samkonar ákvœði um aukaút-
svör í sveitunum og i kaupstöðunum.
Alþingi samþykkti lagafrumvarp stjórnarinnar
með þeirri breytingu, að bætt var við þau fyrir-
tæki, sem leggja mátti á útsvar, þótt hlutaðeigandi
maður væri eigi búsettur í hreppnum, »ábúð á jörðu
eða jarðarhluta«, en sú viðbót virðist í rauninni enga
breyting gjöra, því að slfk notkun á jörðu virðist
vera »arðsamt f'yrirtæki«; svo var því bætt við, að
lögin skyldu eigi uá til ákvæða 2. greinar i lögum
19. júni 1888, um bátflski á fjörðum, enda var það
aldrei tdgangur lagafrumvarps stjórnarinnar að
hreyfa neitt við þeim ákvæðum.
Við 2. umræðu um lögin í efri deild kom sá