Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 106
106
skilningur fram hjá tveim þingmönnum (Skúla Þor-
varðarsyni og sira Arnljóti Olafssyni), að ákvæði
laganna gæfi reglur um 2 fiokka af mönnum. I
fyrsta lagi um þá menn, er eiga aðsetur f einum
hreppi, en eigi allt árið, og í öðru lagi um þá menn,
er ekki hafa þar fast aðsetur, svo sem helzt væru
útlendir menn. Hinn fyrri flokkurinn væri einkum
miðaður við innlenda menn, svo sem lausamenn,
húsmenn o. fl., sem t. d. ættu bát og væru við sjó
á vertíðum. Hinn síðari liður frumvarpsins hljóð-
aði um þá menn, er eigi hefðu fast aðsetur í hreppn-
um, svo sem t. d. kaupmenn erlendis, er hafa verzl-
unarstjóra hjer á landi, eða þá aðrir, er ættu hjer
arðsöm fyrirtæki. Þessum skilningi, sem reyndar
er allóljós, mótraælti landshöfðingi þegar og sagði
hann meðal annars: »Jeg verð að skilja gildandi
lög svo, að menn eigi að eins að borga sveitarút-
svar þar, sem þeir eiga fast heimili, og yrði jeg að
álíta það óheppilegt, ef nú ætti að gjöra á því þá
breytingu, að draga ætti af útsvari sveitabónda til
þess hrepps, þar sem hann á heimili og, ef til vill,
konu og börn, og leggja nokkurn hluta þess til þess
hrepps, þar sem hann kann að dvelja um stundar-
sakir til að stunda sjó. Eins væri með þá, sem
eiga heima í sjóarplássum, en fara á sumrum 1 kaupa-
vinnu; eptir skilningi h. 5 kgk. þ. m. (sira Arnljóts
Olafssonar) ættu þeir að borga tiltölulegan hluta af
útsvari sinu til þess hrepps, sem þeir fá kaupavinnu
i. Jeg yrði að álita slíka breyting á gildandi lög-
um mjög óheppilega; og, ef þetta frumvarp hefði þá
breyting í för með sjer, og skilningur h. 5. kgk.
þm. (síra A. Ó.) væri rjettur, þá tæki jeg frumvarp-
ið óðara aptur. En þvi fer fjarri að það sje til-
gangur frumv., heldur er meiningin að eins sú, að