Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 107
107
gjöra þær ákvarðanir gildandi i sveitunum, sem
gilda f kaupstöðunum og þykja fara vel«. Og enn
segir landsnöfðingi: »Jeg held að misskilningur h.
5. kgk. þm. (A. 0). sje i þvi fólginn, að hann leggi
annað í »fast að.setur«, en almennt er gjört. Mjer
fyrir raitt leyti dettur ekki í hugr að segja um sveita-
mann, sem fer til sjávar að róa, að hann hafi fast
aðsetur þar, sem hann hefir skiprúm, heldur hefir
hann fast aðsetur, þar sem hann á heimili eða þar
sem hann á bú eða konu. Eins er um sjóarmann,
sem á heimili í sjóarplássi, en fer írá heimilinu í
kaupavinnu lengri eða skemmri tíma; hann hefir
fast aðsetur þar, sem heimilið er, en ekki þar, sem
hann hefir bráðabirgðavinnuna«. Eptir það var
engum mótmælum hreyft á alþingi hvorki gegn
lagafrumvarpinu, nje gegn þeim skilningi, er full-
trúi stjórnarinnar vildi f það leggja. Virðist því
liggja beint við eptir öllum atvikum, að taka það
svo, að alþingi hafi fallizt á skilning landshöfðingja,
og að löggjafinn hafi því viljað gefa þau lög: að
heimilt skyldi í sveitunum að leggja aukaútsvar á
alla þá, sem heimilisfastir hefðu verið f hreppnum í
4 mánuði eða meira, og á fastar verzlanir, og aðr-
ar arðsamar stofnanir og fyrirtæki, þótt eigendnr
þeirra hafi þar eigi fast aðsetur. Þetta er og sá
skilningur, sem, eins og landshöfðingi tekur fram,
hefir verið lagður f samhljóða ákvæði áðurnefndra
laga fyrir Reykjavik, Akureyri og ísafjörð1, en það
er auðsætt að samhljóða lög, sömu lög, verða að
1) Þannig hefir amtmaður J. Havsteen sagt mjer að bæj-
arstjórn Akureyrar hafi skilið hin umræddu ákvæði, og hið sama
hefir bæjarfógeti Halldór Daníelsson sagt mjer um bæjarstjórn
Reykjavikur.