Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 108
10«
skiljast eins í sveit, eins oj; kaupstað, enda er nú
eigi sá munur á máli f sveit og kaupstað, að þetta
geti talizt ósanngjörn krafa.
Enn er eptir að rannsaka það, hvort skilning-
ur sá er rjettur, sem landshöfðingi (og, eptir því
sem hjer er haldið fram, löggjaiinn) hefir lagt í lög-
in og er samkvæmur framfylgd samhljóða ákvæða
í Reykjavik, á Akureyri og eflaust einnig á ísafirði,
eða hvort annar skilningur sje eðlilegri. Eins og
bent er til að framan, er í fyrra hluta laganna gef-
in heimild til að leggja aukaútsvar á alla þá menn,
sem hafa fast aðsetur í hreppnum i 4 mánuði eða
lengur, og í síðari hluta laganna til að leggja auka-
útsvar á ábúð á jörðu, fastar verzlanir o. s. frv.(
þótt eigendur þeirra eigi hafi þar fast aðsetur. Hið
eina í fvrra hluta laganna, sem komið getur til
greina að lagður verði i mismunandi skilningur eru
orðin »fa>st adsetur«. Samkvæmt málvenju getur
varla verið efi á þvf, að fast aðsetur hljóti hjer að
þýða sama sem heimili manns, ef hann á annars
nokkurt heimili. Menn segja varla um kaupamann,
sem fer úr einni sveit i aðra til þess að leita sjer
þar atvinnu um tima, að hann hafi sezt þar að, ef
hann heldur bústað sínum í sveií þeirri, er hann fór
úr. Það er óhætt að fullyrða það, að eptir alinennri
málvenju væri ekki sagt um mann, sem t. a. m.
væri búsettur i Vestmannaeyjum, en dveldi 4 mán
uði af árinu í einhverri sveit á Austurlandi við hey-
vinnu, fiskiróðra eða hvað annað, að hann hafi setzt
að á Austurlandi, hann haíi þar aðsetur, og allra
sízt að hann hafi þar faxt aðsetur. Miklu fremur
mundi hann talinn hafa fast aðsetur í Vestmanna-
eyjum, einnig medan hann dveldi á Austurlandi(sbr. orð-
in »atseta« og »atsetr« 1 Fritzners orðabók). Þetta kem-