Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 110
110
ljós, sem frekast má verða. Ef »arðsöm fyrirtæki«
ættu að takast í svo rúmri merkingu, þá hefði verið
ástæðulaust að nefna sjerstaklegaábúð á jörðu eða jarð-
arhluta, og jafnvel einnig fastar verzlanir og arð-
samar stofnanir, enda væri það ákvæði þá svo við-
tækt, að ómögulegt væri að setja því nein takmörk*.
Þar að auki er það einmitt skilyrði fyrir því að
seinni hluti laganna, hið siðara ákvæði þeirra komi,
til greina, að eigandi fyrirtækisins hafi eigi fast að-
setur í hreppnum.
Siðari hluti hinna umræddu laga heimilar, eins
og sagt er áður, að leggja megi útsvar »á ábúð á
jörðu eða jarðarhluta, og á fastar verzlanir og aðr-
ar arðsamar stofnanir og fyrírtæki í hreppum, er
sjeu rekin að minnsta kosti 4 mánuði á gjaldárinu,
þótt eigendur þeirra eigi hafi þar fast aðsetur«.
Hjer er um það að gjöra að vita, hvað lögin hugsa sjer
með orðunum, »arðsamar stofnanir og fyrirtæki«
(o: arðsöm fyrirtæki). Þegar þess er gætt, að ábúð
á jörðu og verzlun í rauninni verða að teljast til
arðsamra fyrirtækja, þá mætti það virðast óþarft að
takaþað fram sjerstaklega, að útsvar megi á verzlun og
ábúð leggja, en með því að maður á að gera ráð fyrir að
lögin geri aldrei neitt, sem óþarft er, þá liggur beint
við að hugsun laganna eje sú, að leggja megi á ábúð
á jörðu, fastar verzlanir og aðrar arðsamar stofn-
anir og fyrirtæki, sem sjeu í einhverjum greinum
skyld þeim, sem sjerstaklega eru nefnd, og virðist
skyldleikinn eða líkingin eigi geta verið 1 öðru fólg-
in en því, sem beint er tekið fram í lögunum, að
þessar stofnanir og fyrirtæki, er lögin tala um, sjeu
1) Enda ganga yfirrjettardómar frá 2ö. apríl 1892, 1. c. bls.
225—227 og áðurnefndur yfirrjettardómur frá 20. marz 1893 í
gagnstæða átt.