Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 111
111
arðsöm, eða rekin í gróðraskyni sem sjálfstæð atvinnu-
grein, eigi með vinnu einni heldur og með fje (höf-
uðstól, Kapital)1. Uppfylli fyrirtækið þessi skilyrði,
og sje rekið í hreppum íjóra mánuði á árinu, þá er
það gjaldskylt.
* * $
Það mætti virðast svo, s@m meiri þörf hefði ver-
ið á þvi að rannsaka og skýra nú eitthvað annað i
lögum vorum, en orðið »fast aðsetur« í lögunum frá
9. ágúst 1889, einkum þar sem landshöfdingi þegar
við umræðurnar um lögin á alþingi ljóslega tók það
fram, hvernig orð bessi ættu að skiljast, enda er hjer
litlu við skýring hans bætt, og hefði mátt viö því
búast, að þegar i upphafi hafi nægilega verið tekið
fyrir allan misskilning á þessum orðum að minnsta
kosti; því hefir samt eigi verið að heilsa, þvi að
í sumum hreppum hefir verið lagt útsvar á utan-
sveitar kaupafólk, hafi það að eins verið 4 mánuði
í hreppnum, og á aðra, sem dvalið hafa þar jafn-
langan tíma, þótt þeir hafi átt heimili annars staðar,
og án þess að skilyrði þau, sem tekin eru fram i
síðari hluta laganna frá 9. ágúst 1889, hafi verið fyr-
ir liendi. Það væri nú engi ástæða til að kippa sjer
upp við það, þótt einhver sveitarstjórn kynni að legg-
ja einhvern annarlegan skilning í lög þessi, en jeg
hefi það fyrir satt, að sumir sýslumenn landsins hafi
látið það álit sitt í ljós, að það væri samkvæmt lög-
unum að leggja og útsvar á utansveitarmenn, þegar
þannig væri ástatt. Því hefi jeg ráðizt í það að
reyna að koma saman í eitt því, sem styðja mætti
að rjettum skilningi laga þessara. Það er, því er
1) Sbr. þó landsyfirrjettardóm frá 2. april 1894 (1. c. bls. 521
—523),' sem virðist leggja mesta áherzluna á það, að fyrirtækið
sje gróðafyrirtæki.
f