Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 112
112
það, skoðun mín, að það sje mjög skaðlegt að slík-
um lögum sem þessum sje beitt öðru visi sumstaðar
á landinu en annarsstaðar, því að slíkt verður til
þess að vekja vantraust á lögunum sjálfum, einkum
ef ójöfnuðurinn kemur niður á fátæklingum, eins og
aðallega á sjer stað í því efni, er hjer er einkum
um að ræða. Þeir eru þess opt eigi megnugir að
ná rjetti sínum með dómi, og fyllast þá gremju, er
þeir stundum láta koma niður þar, sem sizt skyldi.
Það er eigi nóg að lögin sjeu ein á öllu landinu,
heldur verður að framfylgja þeim eins alstaðar, að
svo miklu leyti sem auðið er. Auðvitað getur eigi
hjá því farið, að lögfræðinga greini stundum á um
ýms atriði i lögum, en hin lægri yíirvöld, sem lög-
unum eiga að beita, og hinir óæðri dómstólar, ættu
að fara mjög varlega í það að framfylgja öðrum
skilningi á lögum, en þeim, sem hin æðri yfirvöld
eða æðri dómar hafa í 1 jós látið, og eigi nema alveg
sje ljóst, að skilningur hinna æðri yfirvalda og dóma
sje rangur. Annað mál er það, að hin vísindalega
rannsókn á lögum er með öllu óháð hverskonar bönd-
um.