Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 113
Hagbarður og Signý.1
Þýtt af
Steingrími Thorsteinsson.
Þeir siklingar Hagbarð og Sigarr
Með heiptum þreyttu stríð
Um Signý, þá sætu prúða,
Hún var svo fögur og fríð.
— Vant mun að velja, hvort vinna skulið mig
eður jafnmæta mey.
1) Fornkvæði þetta, er hér birtist í islenzkri þýðingn, er eitt
hið fegursta og merkasta í þeim þjóðskáldskap Dana frá forn-
öld og miðöld, er »Kœmpeviser* nefnist og er það kveðið um
athurði, sem gerzt hafa í elztu fornöld, og kvæðið, sem vér að visn
höfum eigi nú i sinni elztu mynd, hefir lifað og hljómað á vörum
manna fyrir þúsund árum. Hefir þessi frásögn um ástir og ásta-
trygð Hagbarðs og Signýjar verið forfeðrnm vorum i heiðni við-
lika tið og sagnir þær, sem eru efni Völsungakvæðanna og Völs-
ungasögu. Um það bera kvæði fornskáldanna og fornrit vor vitni,
allt frá 9. til 13. aldar. (Shr. \ísu Þjóðólfs, »hestr Signýjar vers«,
= gálgi, »temja hest Signýjar vers«, vera hengdur, Ynglinga s.
22—28, »ríða Sigurs hesti«, i visu Sighvatar (á 11. öld) Oh. 57.
k., og i Kormakssögu (frá 12. öld) segir svo, að »Steingerður hafi
. . . séð nndir skegg Hagharðs* (á líkneski Hagharðs, hvort sem
það nú hefir verið skorið á öndvegissúlu eða dyrastoð). En þrátt
8