Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 114
114
Hagbarð unga dreymdi draum
í hásal þar hann lá;
Bar að morgni mæði,
Móður sagði frá:
Eg þóttist staddur í himinborg;
Það ljómaði af glæstum bý;
Með Signý sveif eg á armi,
Við sukkum gegnum ský«.
Þar var ei neihn í nifiungs garð,
Sem drauminn þýddan lét;
Hagbarðs móðir höndum sló,
En hnípin systir grét.
fyrir þetta hefir ekkert varðveizt af binum fornu norrænu kvæðum
út af sögunni, svo vér höfum nú ekki annað en þetta danska
kappakvæði og frásögnina í hinni latínsku Danmerkur kroníku
Saxa (í 7. hók), en hún er rituð um 1200. Hefir kappakvæði þetta
verið alþekt og sungið um öll Norðurlönd fram á seinni tima og
jafnan verið í miklu afhaldi; hefir það eins og önnur samskonar
kvæði í Danmörku fyrst verið skrifað upp á 16. öld, þegar farið
var að hugsa um að varðveita þau og halda þeim saman.
Saxi telur Sigar í röð hinna dönsku fornkonunga og Hag-
harðssoguna sannsögulega, og segir, að um sína daga hafi við Sig-
ars þorp (Sigari oppidum), þar sem nú heitir Sigersted, við Hring-
staði (Kingsted) á Sjálandi, verið sýndur staðurinn, þar sem Sig-
arr hafði aðsetur, hvar skemma Signýjar hafi staðið og Hagbarð-
nr verið hengdur, enda hafa munnmæli þessu samhljóða haldizt
fram á vora daga. Þetta er hinn elzti vitnishurður um staðinn
þar sem tíðindi þessi áttu að hafa orðið. En að öðru leyti eru
margir aðrir staðir á Norðurlöndum, sem settir eru í samhand við
sögu þessa, eins og örnefni sýna og munnmæli votta; þannig í
Danmörku sjálfri einnig á Norður-Jótlandi, Suður-Jótlandi og Als-
ey (Als); í fjórum héruðum Svíþjóðar (Halland, Bleking, Nerike
og Upland); i fjórum stiptum Noregs (Þrándheims, Björgvinjar,
Kristjánssands og Kristjanín stipti) og hafa menn þar til skamms
tíma sýnt staðina, þar sem Hagbarður og Signý eiga að vera graf-
in, og uppsprettulind, sem kend er við Signýju. Sumstaðar er og