Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 115
115
Kvað það Hagbarðs fóstra fróð.
Hún veitti draumnum gaum:
»Far á fund við álfkonu,
Sú kann að ráða draum*.
Það var hann Hagbarður hilmis so»,
Hann tók sér sverð í mund;
Svo gekk hann sig til fjallsins
Á álfkonunnar fund.
Gekk hann í björg og drap á dyr
Með létta fingur og smá,
Vakandi lá álfkonan,
Hún vissi, hvað gekk á.
»Mig dreymdi, eg væri í himins borg,
Það ljómaði af glæstum bý,
sýndur staðurinn þar sem þernan illa var kviksett og á sál henn-
ar, eptir alþýðu munnmælum, að flögra þar yfir í liki gargandi
fugls. Er allt þetta til marks um hve ríkt sagan og kvæðið hafa
búið i hugum manna (Sbr. S. Grundtvig, Danmarks Gamle Folke-
viser I, 258—275). Að því er snert r frásögn Saxa, þá er hún í
ýmsu frábrugðin kvæði þessu, enda tekur ekki kvæðið nema yfir
nokkurn hluta Hagbarðssögunnar; frásögnin hjá Saxa er með
»rhetoriskum« skrúðblæ, eins og honum er lagið, en i kvæðinu er
hún einföld og óbrotin, þó hún að sumu leýti hafi breytzt nokkuð
frá hinu upprunalega við það sem blandast hefir inn í hana frá
riddaraöldinni og hennar skáldskap, svo sem það, að Hagbarður
lætur binda sig með hári Signýjar. En hvað sem því liður, þá
er samt Hagbarðskvæði þetta, að skáldlegu gildi takandi langt
fram yfir söguna eins og hún er hjá Saxa og sömuleiðis fram yfir
það, er seinni tíma skáld hafa ort út af henni, og það enda að
ólöstuðum sorgarleik Oehlenschlágers »Hagbarth og Signe«.
Þess skal getið að þýðing þessi er gerð eptir kvæðinu eins
og það liggur fyrir að texta og erindaskipun i hinni ágætu út-
gáfu S. Grundtvigs (Danske Kæmpeviser og Folkesange fra Middel-
alderen, Folkelæsning 1867).
8*