Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 123
12J
Svo taka þau tal um ástir,
Hver helzt þeim mundi kær.
»Nú seg mér, litla Signý prúð,
I tómi meðan má;
Er nokkur sá í heiminum til,
Sem hugur þinn leikur á?«
»Sá er enginn i heiminum til,
Sem hugur minn leikur á,
Utan hann Hagbarður, konungs son,
Og hans eg ei njóta má.
Utan hann Hagbarður konungs son,
Þó leit eg ei kappann slinga,
Nema hvað heyrði’ eg hans gullhorns glym,
Er reið hann sig til þinga*.
»Og sé það Hagbarður konungs son,
Sem er þinu hjarta svo kær,
Þá snú þér hingað, Signý prúð,
Hann er þér kominn svo nær«.
»Ef þú ert Hagbarður konungs son,
Því vildirðu skemma kvendi?
Þvi reiðstu ei heim i í'öður mins garð
Með hauk á hægri hendi?
Heyr mig, Hagbarður konungs son,
Þvi beittirðu svika tafni
Og hófst ei bónorð í föður míns garð
Til mín, sem er þinn jafni?*
»Eg fyr hér kom i föður þins garð
Með hauk á hægri hendi,