Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 135
135
þetta leyti fara einnig Hansastaðirnir að reyna að ná hlut-
deild í verzluninni við Noreg, enn fyrst í stað tekst þeirn
eigi að koma þar ár sinni fyrir borð. A dögum Hákonar
gamla standa verzlunarviðskifti Norðmanna og Englendinga í
sem mestum blóma. Enn á efri árum Hákonar fara Þjóð-
verjar þó fyrst að marki að setjast að í Björgvin. Arið 1250
er gerður hinn fyrsti verzlunarsamningur við Lýbiku, og á
síðustu árum Hákonar óvingaðist milli Noregs og Englands.
Framan af ríkisstjómarárum Magnúsar lagabætis eru og fá-
leikar milli landanna, enn 1269 komast á samningar og alt
kenist aftur í sama horf. Þó keppa nú Þjóðverjar meira en
áður við Englendinga og á árunum 1278 og 1279 veitti Magn-
ús konungur Lybiku og Brimum nokkur verzlunarrjettindi,
enn þó af skornum skamti. A dögum Eiríks konungs Magn-
ússonar var verzlunin við England í miklum blóma að minsta
kosti til 1294, því að þá óvingaðist nokkuð milli landanna.
Enn síðan fara Hansastaðirnir smátt og smátt að færa sig
upp á skaftið, og er þá mikil verzlunarkeppni um skreiðar-
verzlunina í Björgvin milli Englendinga og Þjóðverja, og að
nokkru leyti líka milli innlendra norskra kaupmanna. Hansa-
stöðunum vex nví samt altaf meira og meira fiskur um hrygg,
og ná þeir jafnvel fótfestu á Englandi sjálfu. Verzlunar-
keppnin milli Englendinga og Þjóðverja hjelzt framan af æfi
Hákonar Magnússonar, enn á ofanverðum dögum sínum hneigist
konungur meira að Þjóðverjum ogyeitir þeimforrjettindi meiri
enn áður. Englendingar verða nú talsvert yfirgangssamari
enn áður og gengur ekki á öðru enn kærum frá enskum
kaupmönnum yfir rangindum Norðmauna og frá Norðmönn-
um yfir Englendingum. Arið 1312 drápu Englendingar syslu-
mann konungs í Vík austur og urðu af miklar róstur og
uppnám víða um land, enn þó einkum í Björgvin, svo að
Englendingum var nú ekki framar vært í Björgvin, og gaus
upp fullur fjandskapur milli landanna. Verzlunin milli Eng-
lands og Noregs kemst nú næstum eingöngu í hendur Hansa-
staðanna. I lok aldarinnar reyna þó Englendingar að bæla
Þjóðverja frá verzlun á Englandi og að nokkru leyti líka í
Noregi, og Margrjet drottning dregur nú taum Englendinga,