Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 136
og lentlir í ófriði við Hansasambandið, og gerðu /msir öðr-
um skráveifur. Arið 1393 tóku Þjóðverjar Björgvin með
herskildi, handsömuðu Englendinga þá, er þar bjuggu, og
brendu hús þeirra. Upp frá þessu rjettu Englendingar aldrei
við í Björgvin; Þjóðverjar boluðu þá burt. Þó er enn getið
um »enskra manna garð« í Björgvin í byrjun 15. aldar, og
í lok sömu aldar var enn til verzlunarfjelag í Lynn á Eng-
landi, sem kendi sig við Björgvin.
Það sem einkum hafði dregið Englendinga og Norðmenn
að Björgvin, var skreiðar eða harðfisksverslunin, því að Björg-
vin var miðdepill hennar, enn mikil eftirsókn var eftir harð-
fiski um þær mundir bæði á Englandi og víðs vegar um
Norðurálfuna, svo að hann var einhver hin útgengilegasta
verzlunarvara. Skreið sú, sem seld var í Björgvin, kom eink-
um frá Hálogalandi og Islandi, og hafði norska stjórnin í
lengstu lög reynt að bægja útlendum mönnum burtu frá
þeim stöðvum og halda allri hinni útlendu ver/.lun sem mest
að Björgvin. Þegar Englendingar vóru nú flæmdir fra Björg-
vin í byrjun 15. aldar, þá var eðlilegt, að þeir reyndu að
útvega sjer n/jan skreiðarmarkað annarsstaðar, og þá fara
þeir fyrst að leita til íslands. Um sama leyti reyna þeir
einnig af sömu orsökum að komast að markaðiuutn á Há-
logalandi, enn sú tilraun mistókst. Aftur á móti komu þeir
betur ár sinni firir borð á Islandi.
Fram að lokum 14. aldar höfðu Norðmenn og að nokkru
leyti Islendingar sjálfir setið svo að segja einir að verzluu-
inni á Islandi. Noltkrar rnenjar sjást þó til þess í Grágás,
að Englendingar hafi eittnig kontið þangaðí verzlunarerindum.
Enn um og eptir aldamótin 1400 var hinni norsku verzlunarstjett
svo farið að hnigna, að Norðmenu sendu ekki einu sinni þau
6 hafskip til Islands, sem áskilið var í »gamla sáttmála« og
rjettarbótum, að þeir skyldu senda, og kvörtuðu landsmenn
yfir þessu við Eirík af Pommern 1419. Það var því engin
furða, þó að Islendingar yrðu Englendingum fegnir, er þeir
tóku að sigla til landsins. Árið 1412 kom hið fyrsta enska
skip til Islands og var það fiskiskúta. Urðu firnm af skip-
verjum viðskila við skipið og dvöldu á Islandi um veturinn,