Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 137
líklega til að njósna um, hvern hug landsmenn hefðu á við-
skiptum við Englendinga. Næsta ár, 1413, tóku Englend-
ingar fyrst að marki að sigla til landsins. Komu það ár 6
verzlunarskip og 30 fiskiskip af Englandi til íslands. Fyrst
um vorið kom eitt verzlunarskip og hafði helzt beykistöðu
sína í Hafnarfirði. Hjet sá Ríkarðr er firir því var og þótt-
ist hafa leyfisbrjef ti! verzlunar við landsmenn frá Noregs-
konuugi, enn það hefur víst veriö falsbrjef. Síðar um sum-
arið komu 5 verzlunarskip ensk til Vestmannaeyja og höfðu
brjef frá Englandskonungi þess efnis, að Islendingum væri
leyfður kaupskapur við lians menn, og stóð meðal annars í
brjefinu, að enskir menn vildu ekki »hluta til um Björgvin-
arka.up«. Sýnir það ljóslega, að það muni vera rjett til get-
ið, að Englendingar hafi farið að sigla til íslands, af því að
þeim var ekki framar vært i Björgvin fyrir Þjóðverjum. Ei-
ríkur konungur af Pommern reyndi að banna enskum mönn-
um verzluu við íslands, enn það kom fyrir ekki. Viðskipti
Englendinga við landsmenn komust á fastan fót, ogárið 1419
biðja íslendingar konung að taka af'tur verzlunarbannið, því
að langt sje síðan, að nokkur skip hafi komið af Noregi.
Útdrátt þenna úr meginritgjörðinni hefur rektor Björn
M. Olseu gert, enn þvðingin, sem á eftii fer, er gerð af
Hjálmari Sigurðssyni. Sumstaðar hefur verið slept úr nokkru,
sem lítt snerti Island.
A. Enskar vörur fluttar til Noregs
Til þess að fá tiokkurnveginn ljósa hugmynd
um ástand verzlunarinnar milli Noregs og Englands
á miðöldunum, or nauösyulegt að gæta að, hverjar
hafi verið vörur þær-, sem Noiðmenn sóttu til Eng-
lands og Englar á hinu bóginn aptur til Noregs.
Auðvitað er allsendis ókleyft að telja, hve miklu
verzluu þessi hafi hjer um bil numið, þar sem