Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 139
þessum tíma, til þess að þetta geti verið einka á-
stæðan. Sje Diplomatarium Norðmanna frá 14. öld
rannsakað, má reka sig þar stöðugt á ensk sterling.
Þau eru nefnd nærri jafn opt og norskir peningar í
öllum kaupsamningum, erfðaskrám, gjafabrjefum og
öðrum þesskonar skjölum. Og jafnvel í konungleg-
um tilskipunum um taxta og vöruverð er verðið
margsinnis tilgreint í enskri mynt* 1.
Aptur á móti eru þjóðverskir peningar sjaldan
nefndir, og svo litur út, sem þeir hafi fyrst farið að
ganga manna á milli i lok 14. aldar. A hinn bóg-
inn eru nefndir öðru hvoru hinir frönsku turnósan
(frá bænum Tours), sem var algeng mynt á miðöld-
unum, en hún er engan veginn jafnalmenn í norsk
um ritum og sterling.
Mörg orð finnast í norrænni tungu, sem auð-
sjáanlega eru af enskum uppruna, og snerta mörg
þeirra verzlun og viðskiptalíf, sem er enn ein sönn-
mörk um fimmtung í verði). 1 pund sterling var þannig
lijer um bil = 34 krónur. [Sjá Stieda »Revaler Zollbiieker«
bls. XI—XII.]. 1 nobel ensk (gullmvnt) jafngilti 13 kr. 63
a. árið 1353. (Schive: »Norges mynter i middelalderen«).
1 Noregi var mismunurinn á gjaldgengri mynt oghreinu
eða »brenndu« silfri um 1300=1 : 3. Kring um 1350 var
hlutfallið komið niður 1 : 5, og síðar komst það niður í 1:7.
1 mörk af skíru silfri var reiknuð = 15 shilling ensk. 1
mörk af gjaldgengri mynt átti því að vera = 3 shilling um
1350, (D. N. II. no. 435). Reikningur þessi er þóekkifull-
komlega áreiðanlegur, þar eð peningagildi var mjög óákveðið
í Noregi á miðöldunum, (sjá Schive bls. 83 og bls.114).
1) T. d. í rjettarbótinni frá 1384 (D.N.V. no. 331).
2) Þeir eru almennt nefndir Gros Tournois eða Grossus
Turonensis, og var byrjað að móta þá 1266.