Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 140
110
unin fyrir, hve England hafði mikla hagfræðislega
þýðingu fyrir Noreg. Af þessum orðum má
nefna t. d. flúr (,hveitimjöl‘), (á íornensku flour) og
Jclœði, (fornenska clæþ) og er óhætt að telja það
þýðingarmestu vörutegundirnar, sem Noregur fjekk
frá útlöndum'. Sjerstaklega er vert að taka eptir
sögninni manga, »kaupa«, mang, »smáverzlun« og
mangari, »smákaupmaður«, en orð þetta er komið af
engilsaxn. mangere (nýenska monger), en það orð er
aptur komið af latn. orðinu mango.
Hverjar voru nú vörur þær, sem Noregur
einkum fjekk frá Englandi á miðöldunum? Fyrst
og fremst var það hveiti. Nú á .dögum vantar mik-
ið á, að Noregur sje sjálfbirgur að korni. En á
miðöldunum var því öðru vísi varið. Þjóðin neytti
þá ekki jafnmikils korns sem nú á dögums. Kvik-
tjárrækt var óefað aðalatvinnuvegurinn og dýraveið-
ar og fiskiveiðar voru tiltölulega miklu meiri en uú.
Harðfiskurinn er etinn í stað brauðs og hið sama
átti sjer efiaust stað i Noregi fyr á tímum. Korn-
tegund sú, sern almennt var ræktuð var bygg og
var það blátt áfram kallað korn2 3. Einnig voru rækt-
aðir hafrar. Rúgur var og ræktaður, en hann var
fremur höfðingjamatur. Og víða urðu menn að láta
sjer nægja eingöngu barkarbrauð4.
1) Sjá ritgjörð Klages í f’auls’s »(írundriss dergermanis-
chen Philologie«, I. bls. 785 o. s. frv.
2) Bygg er jafnvel talið með útflutningsvórum 1319 (N.
G. L. III. bls. 119).
3) Sjá Fritzners orðabók (2. útg.).
4) Páfabulla frá 1326, leyfði þannig Prjedikunarbræðrun-
um í Noregi, þrátt fyrir fyrirskipanir reglu þeirra, að þá