Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 141
Eptir því, sem menningin þroskaðist og sam-
göngur við útlönd fóru i vöxt uxu einnig þarfirnar.
Höfðingjarnir gátu ekki látið sjer nægja eingöngu
bygg og hafra. Þeir tóku einnig að- neyta hveitis,
og var farið að flytja það ,til Noregs þegar á vík-
ingaöldinni. Svo er sagt frá í Egilssögu, að Þórólf-
ur Skallagrímsson hafl sent Þorgils gjallanda mann
sinn vestur til Englands, til þess að kaupá þar hveiti,
hunang, vin og klæði* 1. En einkum frá Englandi
kom hveitið til Noregs, að minnsta kosti framan af
þessu tímabili. Þetta sjest meðal annars á orðinu
flúr. Brátt varð hveitið ein þýðingarmesta vöruteg-
undin af innfluttum vörurn. A dögum Sverris kon-
ungs var mjög mikið af hveiti flutt til Björgvinar.2.
Þakkaði Sverrir konungur Englendingum eitt sinn í
ræðu einni fyrir, að þeir flyttu hveiti, hunang, rnjöl
og klæði til Björgvinar. En á hinn bóginn var hon-
um minna um Þjóðverja, sem fluttu þangað vin3.
Alla 13. öldina og langt fram á hina 14. má sifellt
sjá, að Englendingar flytja hveiti til Noregs og að
Norðmenn sækja hveiti tilEnglands. í hvertsinn,sem
enskir stýrimenn fá griðabrjef að sigla til Noregs,
þá er tekið fram, að það eigi að vera til þess að
flytja utan hveiti og kaupa harðfisk í stað þess, svo
óhætt mun að fullyrða, að það hafi einkum verið
þeir dveldu utan klausturs mættu þeir borða kjöt sömu
daga og aðrir kaþólskir menn. Ástæðan til þessa var sú,
hvað fæða sú var ljeleg, er þeir höfðu, meðal annars barkar-
brauð. (Norges Gamle Love, III. bls. 119.)
1) Egilssaga (útg. Finus Jónssonar) XVII. kap.
2) Anonymus de profectione Danorum interram sanctum
(Langebeks Skriptores, V. bls. 353).
3) Sverris saga.