Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 142
143
hveiti, sem flutt var frA Englandi til Noregs. Og
sömuleiðis eru miklar líkur fyrir því, að hveitið bafi
einkum komið frá Englandi. Hansastaðirnir ráku
aldrei mikla verzlun með útflutt hveiti, sízt bæirnir
við Eystrasalt. (Frá prússnesku borgunum kom
aptur á móti mjög mikið af rúg). Og þótt mikið af
hveiti væri fluttfrá út Niðurlöndum voru ekki á þeim
tímum komin á fjörug viðskipti milli Noregs og Nið-
urlanda. En um 1350 tók að koma breyting á þetta
verzlunarlag. Fjekk Noregur þá ódýrara korn frá
öðrum löndum, eða hver var orsökin ? Að líkindum
átti svartidauði þátt í því, því hann raskaði öllum
atvinnuvegum og bældi þá niður engu siður á Eng-
landi en í Noregi. Að minnsta kosti er það víst,að
upp frá því er ekki getið um, að hveiti hafi verið
flutt út frá Englandi. Skipstjórar þeir, er fengu
griðabrjef að ferðast til Noregs á ofanverðum ríkis-
stjórnarárum Játvarðar 3. og dögum Rikards 2., fluttu
að því er sjá raá, aldrei korn en optast malt og klæði1 2.—
Hveiti það, er Englendingar fluttu til Noregs, var
víst optast ómalað, en sjaldnar mjöl (farina eða flour)t
Kornið var, að því er jeg held, optast malað heima
fyrir, þótt getið sje um malarafjelag í Björgvin þeg-
ar 12823.
Hversu mikið hveiti hafi verið flutt til Noregs
frá Englandi að meðaltali á ári hverju er auðvitað
ómögulegt að skýra frá, og það ekki einu sinni hjer
1) Sjá einkum ))Hanseakten aus England<{, kærurnar á
friðarþinginu í Haag, og Potuli Scotice in Turri Londinensi
asservatw, I. og II.
2) I skjölum er optast talað um frumentum eSa triticum
enn hjer um bil aldrei um farina.
3) N. G. L. III. bls. 15.