Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 144
er vissa fyrir þvi, að augu Norðmanna opnuðust á
Vesturej7jum fyrir endurbótum í landbúnaði, er þjóð-
um þeim, er þar bjuggu, hafði lærzt við margra alda
reynslu, enda stóðu þær miklu hærra en Noiðmenn
að menningu. Allmörg orð, er sumpart finnast í
fornmáli voru, og sumpart eru notuð enn upp
til svcita, og tákna ýmislegt, er snertir landbúnað
og kornyrkju, eru lánuð úr ensku og írsku; svo eru
t. d. norræna orðið kylna, lcjulna, þurkhús fyrir
korn. (nýnorsku kjone, sænsku kölna, dönsku kolle
= nýensku kiln »ofn«, af latnesku culina); sonn1 2
»þurkofn« [i Indherred og á fl. stöðum, í færeysku
sodn, af írska orðinu sornn= »ofn«, sem aptur er
komið af latn. orðinu furnus]; norrænu þust á
einum stað sust, á nýnorskri mállýsku tust] »þreski-
stöng« (af írska orðinu suist, »þreskistöng«, sem apt-
ur er komið af latn. orðinu fustis); norrænu mylma
mjulna »mylna«, (af engilsaxn. orðinu myln, sem
er komið af latn. orðinu molina); nœpa (af engilsaxn.
orði nœp, sem er komið af latn. orðinu napus). Kál
norsku »kaal« (af engilsaxn. orð. cawl, latn. caulís);
mustarðr, (ennþá haft á Voss i Noregi, á ensku
mustard); pera »pære« á norsku, og korke eða korki,
norskur litunarmosi, (upprunalega gaeliskt orð)2.
Þannig má sjá, að Noregur hefir fengið margar nyt-
sömustu ræktunarjurtirnar frá Englandi og sömu-
leiðis mörg þýðingarmestu jarðyrkjutólin, — sem er
ein sönnunin meðal margra fyrir þvl, hversu Eng-
land hafði afarmikil áhrif á allar framfarir Noregs
á miðöldunum, bæði andlegar og likamlegar.
Allt hið sama á sjer stað hvað vefnaðarvöruna
1) Sofn í Skaptafellssýslu. B. M. Ó.
2) Þessar uppl/singar hef jeg fengið hjá próf. S. Bugge.