Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 145
145
snertir, sem jeg ætla mjer næst að minnast á. Hvað
hana snertir var England einnig í broddi fylkingár.
í Sviþjóð og Danmörku komu aðalverzlunarstraum-
arnir sunnan að. og allt kiæði,sem flutt var þangað,
kom frá Þýzkalandi og Niðurlöndum. Gæti það, ef
til vill, gefið töluverðar upplýsingar i þessu efni, að
bera saman nöfnin á klæðategundum þeim, sem
nefndar eru í þessum þremur löndum á 14. öld.
Af enskri vefnaðarvöru á miðöldunum voru
bluet, russet og blariket hinar ódýrustu og almenn-
ustu, og var blanket allra-ljelegast og almennast1.
Burnet (burnettum) var mórauður vefnaður, sem var
einnig mjög notaður (meðal annars var hann hafð-
ur að gjöf handa sendimönnum Noregskonunga- á
13. öld). Af vefnaðarvöru sem Englendingar fluttu
til Noregs2 í lok 14. aldar bar einkum mest á al-
mennum ullarábreiðum eða ströngum af óbreyttum
ullarvefnaði (pannilanei, að líkindum nokkuð likt og
blankets) og vefnaði, er nefnist wurstede (þ. e. frá
bænum Worstead fyrir norðan Norwicb)3.
Það er finnst í enskum skjölum, gefur þó litl-
ar upplýsingar þá er rannsaka ber, hvað fiutzt hef-
ir til Noregs af enskum varnaði í samanburði við
vefnað annara útlendra þjóða. Slíkt má miklu bet-
ur sjá af norska fornbrjefasafninu. Af því sjezt,
hve miklu almennara Norðmenn notuðu enskan vefn-
að en vefnað nokkurra annara framandi þjóða. Til
1) Rogers: »History of agriculture and priees in England«,
I. bls. 568—586.
2) »Hanseakten aus England« sjá umræðurnar á friðar-
þinginu í Haag.
3) Skeat: »Etymological dictionary of the English lang-
age«; sjá orðið worsted, sem vefnaður þessi er nefndur nú.
10