Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 147
147
Skarlat var haft í fatnað höfðingja í Noregi
frá elztu tímum. Það er mjög opt nefnt í Forn-
brjefasafni Noregs og svo lítur út, sem það hafi
einkum verið haft í húfur og skikkjur.* 1
fra 1316, 1358 og 1385, og í rjettarbót Hákonar 6. Magn-
ússonar sem er án ártals, (N. G. L. III. bls. 122, 126, 177,
205, 208, 219). Ennfremur 1325 (í Osló) 26 álnir og 1
kvartil (D. N. I no. 183); 1346 (í Válasóku [eða Ualasokn.
Þ/8.]) 24 stikkur (D. N. X. no 52).
1) Að skarlatið hafi verið flutt til Noregs einkum frá
Englandi virðist nafnið benda á. Norræna orðið skarlat,
skallat, er komið úr ensku (fornensku scarlat, nyensku
scarlet). I hinni ódagsettu rjettarbót Hákonar 6. Magn-
ússonar (um 1370—80) kemur fyrst fyrir orðið skarlakan,
sem komið er af lágþ/zka orðinu scharlaken.
Skarlat var ein hinna skrautlegustu vefnaðartegunda, sem
þekktust á miðöldunum. Það gat verið hvítt eða röndótt;
en rauðlitaða skarlatið var þó í mestum metum, og var lit-
ur þess fenginn af skjaldlúsinni (Kermes). Frægustu litun-
arhúsin voru á Niðurlöndum, einkum í Gent, og á Englandi; (A.
Schultz »Das höfiske Leben zur Zeit der Minnesánger«, 2.
útg. I. bls. 254). Mest allt skarlat, sem útflutt var frá Eng-
landi kom frá Lundúnum, (Hirsch). »Danzigs Handels und
Gewerbegeschichte«, bls. 116). Yfir höfuð að tala var flutt
út mjög mikið af skarlati frá Englandi á 14. öld. Að eins
í þrjá mánuði frá 11. júní til 15. september 1303 fluttu er-
lendir kaupmenn á skip frá bænum Boston 101 s/4 stranga
skarlats (og var hver þeirra 42—44 prússneskar álnir). All-
mikiö af skarlati þessu hefir efalaust farið til Noregs. Lík-
ur eru til þess, að Hansastaðakaupmenn hafi ekki flutt
skarlat til Noregs, því jafnvel um 1350 var skarlat bæði
d/rt og sjaldgæft á Norður-Þ/zkalandi. Hinir auðugu klæða'
stórkaupmenn í Hansastöðunum fluttu hjer um bil alls ekki>
þessa vörutegund (sjá )>Johann Tölners-B.andlungsbuch<t
Rostock 1345—50, útg. af Koppmann).
10*