Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 151
151
á vefnaðarkaupura hinna þriggja Norðurlanda. I
Noregi er keyptur enzkur vefnaður hjer um bil ein-
göngu. Danmörk og Svíþjóð fá aptur á móti klæði
frá Þýzkalandi, einkura vefnað, unninn á Niðurlönd-
um. En samt sjest mismunur á vefnaðarkaupum
Danmerkur og Svíþjóðar. Samhliða hinum niður-
lenzka vefnaði, einkum úr hinum heimsfrægu klæða-
gjörðarhúsum í Briigge og Gent, er í Sviþjóð einnig
keyptur þýzkur vefnaður, frá Mark, Liibeck og
Thorn(?). Hjer sjást í smáum stil straumar þeir, er
flytja menning Evrópu sunnan að til Norðurlanda.
Til Noregs koma tveir strauraar, annar að vestan,
frá Bretlandseyjum, en hinn að sunnan, frá Þýzka-
landi. Til Danmerkur kemur straumurinn að sunnan
frá Þýzkalandi bæði austan Elfar og vestan, frá
borgunum á Vindlandi og frá Niðurlöndum. Til
Sviþjóðar kom straumurinn og að sunnan, en var
þar miklu austlægari, fór hann frá Hansafjelags-
borgunum ausiur með Eystrasaltsströnd að sunnan-
verðu allt til Riga og Reval og þaðan um Visby.
í Noregi var vestlægari straumurinn öflugri fram
eptir öldum, og það sjest einnig hjer hvað klæðin
snertir. Til Englands sótti Þóróltur Skallagrímsson
klæði sín og hið sama átti sjer stað alla víkinga-
öldina. Hið sama átti sjer einnig stað á dögum
Sverris konungs.1 Um þær mundir munu Norðmenn
þó einkum hafa sótt til Englands vefnað, sem ekki
var unninn þar í landi heldur á Frakklandi og Nið-
urlöndum, þvl klæðagjörð kemur fyrst í blóma á
Englandi nál. 1300, einkum eptir að Játvarður 3.
hafði fengið þangað niðurlenzka vefara. Aður höfðu
1) Sjá rœðu Sverris konungs í Björgvin 1186.