Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 152
152
Englingar orðið að senda ull sfna út úr landinu til
þess að fá hana unna aptur. En upp frá þessu tók
klæðaiönaðurinn afarmiklum framförum þar í landi,
og það svo, að mjög mikill vefnaður var fluttur úr
landi bæði af innlendum og útlendum kaupmönnum.
Klæði og korn voru þýðingarmestuvöru tegundirnar,
sem Englendingar fluttu til Noregs og getur venð,
að jafnvel hafi kveðið enn meira að klæðaverzlun-
inni. Þannig höfðu t. d. enskir kaupmenn í Björg-
vin hjer ura bil eingöngu fisk og klæði, árið 1312,
þá er Hákon konungur háleggur tók undir sig all-
ar vörur þeirra þar. Hið sama á sjer stað hundr-
að árum siðar í ófriðnum milli Hansastaða kaup-
raanna og Englendinga, þvi þá er klæði einnig að-
alfarmurinn á enskum skipum. En verzlunarstraum-
urinn sunnan að varð æ sterkari, og þá er kom
fram á 15. öld var hinum enska vefnaði rutt úr
vegi af dúkum, sem komu frá Þýzkalandi og Nið-
urlöndum.
Jeg ætla að lyktum að reyna, að bera saman
verð á klæði í Noregi og í útlöndum. Omögulegt
er þó að komast að óyggjandi niðurstöðu í þessu
efni, því skilríkin til þess eru of fá frá Noregi. Þýð-
ingarmestu skilríkin eru tvær konunglegar rjettar-
bætur um fjárlag og vöruverð. Er önnur þeirra frá
dögum Hákonar 6. (1370—1380) en hin frá ríkis-
stjórnarárum ulafs sonar hans (1384).1 Hákon kon-
ungur skipar svo fyrir, að útlendar vörur gildi
þannig: nticka (þ. e. alin) vermzst (þ. e. frá Vervi-
ers) half mark, einbreidh danniduker halfan annann
oyri, sticka silfar (= miðlágþýzk. sidenwr »vefnað
ur likur silki«) 2 aura penninga sidan skarlakan.
1) N. G. L. III. bls. 205 og 218.