Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 154
154
ingur, að bera þetta verð saman við verðið erlend-
is. Jeg ætla því að eins að tilnefna fáein sjerstök
dæmi frá Englaudi'. A Englandi voru tværtegund-
ir klæðis, önnur betri, hin lakari, secta generosorum
og secta valettorum. A tímabilinu frá 1260 til 1400
kostaði fyrri tegundin frá 3'/* til 4>/a pund sterling
stranginn*. Hin tegundin kostaði á sama timabili
frá 1 */* til 2V* pund. Verðið á hlnum ýmsu vefn-
aðarvörum á 14. öld var hjer um bil þannig: á
bluett 2 sh. alinin (ulna), á grænu klæði 4 sh., á
rauðu klæði 1 sh, 7 d., á hvítu '/*—l1 2/* sh., á mis-
litu 3—4 sh., á svörtu klæði í'/t—3 sh. Litur þann-
ig út fyrir, að verðmunur klæðis hafi í raun og veru
ekki verið svo afarmikill í Noregi og á Englandi,
því dýrasta kiæði i Noregi kostaði, svo sem áður er
sagt, 1 mörk og '/2 eyri alínin, sem samsvarar
rúmum 3 shillings enskum3. Reyndar var ensk alin
nokkru lengrí en norsk. En 3—4 sh. var ekki afar-
sjaldgæft verð á Englandi.
Hið sama og sagt er um klæði má einnig segja
um aðrar vörur, sem vjer höfum greinilegar sögur
af. í fyrstu kom eflaust allt vín til Noregs frá Eng-
landi4. En á dögum Sverris konungs tóku Þjóðverj-
1) Sjá Rogers »History of agriculture and prices in Eng-
tand<(. I., bls. 593 og víðar og II., bls. 536—42.
2) 1 strangi, pannus, var 24 yards. 1 yard var hjer
um bil = 2 gamlar norskar álnir.
3) 1 mörk brennds silfurs var = 15 shillings enskir. Mis-
munurinn á skíru silfri og gjaldgengri mynt var nál. 1330,
hjer um bil 5:1 (1 mörk af gjaldgengri mynt = '/6 markar
brennds silfurs).
4) Til dæmis má taka Þorgils gjallanda, mann Þórólfs
Skallagrímssonar, og á dögum Sverris konungs kom Ingimund-