Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 155
155
ar að fara kaupferdir til Noregs. Fluttu þeir eink-
ura vín, og það svo mikið, að það varð ekki dýrara
en öl. En gæði þess voru vist lika eptir þvi. Að
minnsta kosti er það víst, að stjórninni í Noregi
geðjaðist ekki að því, hve mikið af víni Þjóðverjar
fluttu þangað. Meira að segja lítur svo út, sem Norð-
mönnum hafi siðar ekki geðjast til muna að Rínar-
vínum. Hákon biskup í Björgvin skrifar t. d. Jóni
biskupi í Skálholti og kvartar yflr því, að hann
geti ekki sent honum neitt vín, því að það ár hafi
ekki komið einusinni eitt ker af rauðu, hvitu eða
sætu vini, hvorki frá Flandern nje Englandi, heldur
að eins það vin, sem komi f'rá Þýzkalandi, vinum de
Reno, og það sje þó ekki gott* 1. í brjefi til Salomons
biskups i Osló kvartar Hákon biskup einnig yfir víni
því, er Þjóðverjar selji. Það var ekki að eins selt
með afarháu verði, heldur var það einnig ljelegt.
A bragðið var það likast og mysa. Af brjefinu sjest
að skortur hafi verið á öðru og góðu víni, bæði i
Osló og Björgvin2. Þó var fáanlegt annað vín en
ljelegt Rinarvín. Af þessu sjest, að enn hafi verið
innflutt til Noregs vin, bæði frá Englandi og Fland-
ern; (enska vinið hefir eflaust verið komið frá Frakk-
landi, en ekki verið ræktað á Englandi sjálfu, þótt
vín væri ræktað þar á miðöldunum). Yfir höfuð að
tala voru þá drukkin margskonar vin, svo sem nú
á dögum, bæði hvit og rauð og heit vín. I rjettar-
bótinni frá 1306 er sagt hverjar þessar víntegundir
hafi verið. Þar stendur: »Thedt er forne winsett-
ur prestur til Björgvinar með farm víns, hunangs og hveitis
(Biskupas. I., bls. 433).
1) D. N. VII. n. 135.
2) D. N. IX. n. 126 (1340).