Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 159
159
jeg geti bent á orsökina, lítur út fyrir, að ein iðn-
aðartegund hafi verið rekin lengur í Noregi af Eng-
lendingum, en nokkur önnur. Það er klukkusteypa.
Hvaðan hinar fyrstu kirkjuklukkur vora fengnar er
mjer ókunnugt um. En síðar, nál. 1195 ert. d. talað
um íslending, sem keyptí kirkjuklukku á Englandi1.
Og í erfðaskrá sinni gaf Hákon konungurð. Ólafs-
kirkjunni á Ögvaldsnesi »stóra klukku, sem steypt
var á Englandi2«.
Meira en hundrað árum siðar eru enskir klukku-
steyparar enn í Björgvin. Meðal þeirra, sem biðu
tjón af áhlaupi Þjóðverja á Björgvín 1393 var Thom-
as nokkur »klukkusteypari« (Belyetere). Og 1443
gjöra erkibiskupinn í Niðarósi og biskupinn í Björg-
vin samning við nokkra enska menn um, að þeir
sendi hæfan klukkusteypara til Björgvinar til þess
að han steypi þar eina klukku stóra og tvær smærri3.
En samkeppni Hansastaðakaupmanna hefir eflaust
bægt Englendingum frá þessu eins og mörgu öðru.
England hefir samt sem áður gjört Noregi mjög mik-
ið gagn, þvf það var England, sem flutti til Noregs
bæði andlega og verklega menníng, en þó auðvitað
mest framan af miðöldunum. Á siðari hluta miðald-
anna eru áhrif þessi einkum fólgiu i þvi, að það var
keppinautur Hansastaðakaupmannanna, og vóg salt
gegn ofveldi þeirra.
B. Vörur, er Norðmenn senda á enskan
markað.
Noregur hefir jafnan verið fátækt land, og eitt
1) Hrafns saga Sveinbjarnarsonar (Sturlunga saga útg.
Guðbr. Yigfússonar II., bls. 280).
2) D. N. IV. no. 128, (bls- 122).
3) D. N. VII. n. 413.